Jörð - 01.06.1948, Page 127
JORÐ
317
kvæmni, hin djúpa, en dula ástúð, hinn ómútanlegi trúskapur
og liið allt að því óbilgjarna raunsæi — allt kemur þetta mjög
skýrt fram, og orkar engan veginn sem ýkjur á lesandann. En
svo mjög sem henni vinnst og svo mikils sem hún er verðug, þá
verður hún eins að gjalda. Tillitslaus hefur hún í stolti sínu
og stefnufestu haldið strik sitt svo þráðbeint, sem nokkur völ
hefur verið á, óvitandi um það, að hún liefur alls ekki ein á-
orkað öllu því, er hefur undan henni gengið, — og sonur henn-
ar hefur svo mótazt þannig, að þrátt fyrir það, þótt hann hafi
öðlazt menntun og í fljótu bragði unnið mikla sigra, er hann
minni gerðar og minna af lionum að vænta heldur en ef til
vill hefði mátt verða, ef mildari hefði verið móðurhöndin, nær-
færnin meiri, hann verið raunverulega frjálsari, en líka þurft
meira á sjálfan sig að stóla. Þá er og Katrín gamla stórum eftir-
tektarverð, óvenjuleg, en þó djúpsönn. Hún er manneskjan,
sem er svo mikillar gerðar, að hún yfirstígur liinar þyngstu
raunir og verður á eftir upphafin yfir allt lífsins tildur og
smávægi, allt hismið og hjómið, sem reynist örlögþrungið þeim,
sem gylling eigin persónu er allt — verður svo ærið glöggskyggn
á höfuðþræðina í lífsvef skapanna og nýtur þess, að vera öðrum
hjálp og vernd, án vitundar þeirra og þakklætis frá þeim. í
rauninni eru þau líkari en virzt gæti í fyrstu, hún og Símon
frændi hennar, en hann skortir styrkinn, þegar ólag þrautanna
skellur yfir, og þá fyrst, þegar hann hefur flúið sjálfsvitund
sína, er orðinn hinn göfgi en annars fortíðarlausi hirðsiða-
meistari, finnur alls ekki fyrir möskvunum í því neti ómildra
örlaga, sem Símon í Norðurhlíð var flæktur í, — þá fyrst nýtur
við þess ríkdóms, sem hann hefur verið gæddur. Lýsingin á
Norðurhlíðarhjónunum — og þá ekki sízt að því, er tekur til
breytingarinnar, sem smátt og smátt verður á Matthíasi gamla
í lífsins glímu, er mjög athyglisverð. Og víða í þessari bók
er brugðið upp skýrum og sönnum myndum manna og at-
burða, og af skarpskyggni raktir örlagaþræðir— og það, sem
hún flytur, er í rauninni þetta: Sá,semupphefursjálfansig,mun
niðurlægjast, sá sem lítillækkar sjálfan sig, mun upphafinn
verða. Þessi bók hefur raunar sína galla — ef til vill helzt þá,
að auvirðin séu of auvirðileg, þar sem aftur á móti hið mikla