Jörð - 01.06.1948, Page 128
318
JÖRÐ
og merka á sér þó sína bresti — og sums staðar gætir of lítils
hraða og lífs í stílnum. En þetta er bók, sem er rík af lífi — af
lífsins margvíslegu tilbrigðum til hins betra og hins verra —
bók sem vitnar um mikla glöggskyggni á hismi, hulin verð-
mæti og dulnæma heyrn á vængjaþyt harmasnípu og gleðigauks
örlaganna viðsjálu valda, sem oftlega ráða mikil ráð á þeim
stundum, þá er manneskjan gleymir himni og heimi.
GÖMUL BLÖÐ heitir svo þriðja bók frú Elinborgar, sem
út hefur komið síðan ég árið 1945 skrifaði um bækur ís-
lenzkra höfunda í JÖRÐ. í bók þessari eru smásögur. Þær láta
lítt yfir sér, og eitt það, sem helzt einkennir þær, hefur ýmsum
algerlega sézt yfir. Það er kímni höfundar, sakleysisleg ævin-
lega, en þó engan veginn ávallt eins laus við brodd, eins og sum-
um kynni að virðast fyrir sakir þess, að hún er aldrei mjög á-
berandi, — og stundum er hún ekki nema eins og blik í auga.
En þeim, sem er glöggskyggn á hana, tjáir hún furðu mikið.
Söguefnin eru margvísleg og af mörgum sviðum — og í sumum
sagnanna koma mjög fram hinir sömu eiginleikar skáldsins og
í hinum lengri sögum þess — en einmitt hinnar sérkennilegu
kímni gætir livergi eins mikið og þarna. Gætið til dæmis
vel að, áður en þið hverfið frá sögukorni eins og Svinahraun
án þess að sjá þar nokkuð nema það, sem virzt gæti í fljótu
bragði eitt til staðar.
DALALÍF heitir geipimikil saga í tveim bindum, og kom
annað þeirra út árið 1946, en hitt í fyrra. Höfundarnafn-
ið er Guðrún frd Lundi, og var um hríð altalað, að það væri
dulnefni, en mér hefur verið tjáð, af þeim, sem það ættu að
vita, að svo sé alls ekki. Höfundur sögunnar sé alþýðukona
norður í Skagafirði, heiti Guðrún og kenni sig við Lund. En
sú hefur svei því ekki ráðizt í lítið. Þessi saga, sem hefur komið
út í tveimur bindum, er hvorki meira né minna en langt á sjö-
unda hundrað stórar blaðsíður; hefði vel mátt gefa liana út í
fjórum allstórum bindum, þó að engan veginn hefði verið jafn-
ósparlega strjálað á þær letri eins og gert hefur verið við setn-
ingu sumra bóka. Og mér er sagt, að sagan hafi orðið svo vin-