Jörð - 01.06.1948, Síða 132
322
JÖRÐ
JÓN SKÓSMIÐUR er nafnið á skáldsögu þeirri eftir Theo-
dór Friðriksson, sem út kom á sjötugsafmæli hans, en sjö-
tugur varð Theódór árið 1946. Sagan gerist á hernámsárunum
hér í Reykjavík, og er hún sérleg og að ýmsu skemmtileg. Hann
er sem sé notalegasti maður, Jón gamli skósmiður, er náskyldur
höfundi sínum, sami heiðarlegi, sérkennilegi, drjúgi, velviljaði,
ósýtni og alltaf á veraldarundrin forvitni karlinn — eins og
maður, sem við þekkjum. Það gengur mikið á í henni Reykja-
vík, finnst Jóni okkar skósmið — og margt er ljótt, margt yfir-
gengilegt, en fróðlegt er að sjá það, já, gróflega fróðlegt —
skömm er það, og synd er það sjálfsagt, annað eins og þetta, —
en þegar til stykkisins kemur, er þó hægt að skilja manneskju,
sem lendir út í svona, stúlkukind — jú, jafnvel þó að það sé
fullþroska manneskja — og fá sig til að kenna í brjósti um
hana, gera henni gott, — meira að segja þykja vænt um hana,
sér þá eiður á lienni, þegar til kemur, er guðs skapnaður rétt
eins og ekkert hefði komið til! Nú, og braskararnir — pen-
ingajarlar þessara ára — það eru nú hákarlaformenn í lagi, ó-
sýtnir á aurana — og hvað þeir hafa séð og kostað upp á sig í
siglingunni! O, það er og — hann er svona heimurinn, og verð-
ur lengstum, og þó margt gott um hann og gaman í honum að
lifa! .... Þetta ódrepandi geðslag, þessi veraldarfíkni sem
áhorfandi, þetta hesthrausta fordómaleysi, sem nærist á öllu,
sem forvitnilegt er við hvað eina, sem gerist — og metur
skútuna ekki eftir því, til hvers hún kann að hafa verið notuð,
lætur ekki skóinn gjalda þess, í hvað honum kynni hafa verið
stigið, heldur skoðar og getur sér til um hvað skútan og skórinn
muni upphaflega hafa haft til síns ágætis, og státmetur svo
hvort tveggja, — ef það á annað borð er nothæft og við það
unandi — eftir þess grunngildi, en lítur lítt á hitt, hvort nokk-
uð er af að þvo eða upp á að lappa! .... Húmanistísk raun-
sæi — mætti ekki kalla þetta því nafni?
TVÆR SÖGUR heitir bók, sem líka kom út á sjötugsafmæli
Theódórs — hefði ekki átt að vera í bókinni nema önnur
sagan, Grima; hefði átt að gefa hana út stásslega til heiðurs
skáldinu, Theódór Friðrikssyni, því að það er sú eina af skáld-