Jörð - 01.06.1948, Side 136
326
JÖRÐ
höfundurinn þannig, að lesandanum kemur hann alls ekki
fyrir sjónir sem neitt varmenni. Hann vill lifa í friði við ís-
lendinga, en hann lítur niður á þá — og réttur þeirra er lítil-
mótlegur í hans augum við hliðina á hagsmunum, valdaaðstöðu
og virðingu biskups hinnar miklu veraldarkirkju — og hann
þekkir ekki landsmenn eða sögu þeirra, ekki hugsunarhátt
þeirra eða hagi. Það, sem áður hefur drifið á daga biskups gerir
liann líka uggandi og óróan, svo að honum virðast sv.einarnir
írsku hin éina vernd sín. Þá er þeir svo brjóta af sér og séð er
orðið, að friðsamleg sambúð þeirra og landsmanna er óhugsan-
leg, bannar stolt lians honum að láta ganga yfir þá verðuga
refsingu — og loks er þeirra sök orðin hans. Þá kemur og ljós-
lega fram, að svo sem allt var í pottinn búið, var frá upphafi
fásinna að hugsa sér, að hinir írsku sveinar gætu unað því að
vera einungis varðsveit biskups. Þetta voru ævintýramenn,
málalið, sem var vant að leggja líf sitt í hættu í bardögum, en
mega líka þess á milli, fremja ránsskap, drekka og drabba og
heimta blíðu kvenna, og allt var þeim hér svo nöturlegt og
framandlegt sem hugsazt gat. Margar prýðilegar atburðalýsing-
ar eru í sögunni, svo sem kaflarnir um förina austur í Bjarnar-
nes, um vígið og brennuna á Kirkjubóli, um flótta Margrétar
yfir hálendi íslands — og loks bardagann í Skálholti og hand-
töku og líflát Jóns biskups. Sagan uxn Jón Gerreksson mun
verða lesin af þorra manna á landi hér, og hún mun auka skiln-
ing og áhuga almennings á sögu okkar og þjóðarhögum á liðn-
um öldum. Þykir mér ekki ólíklegt, að fleiri sögur fari á eftir,
er fjalli urn sitthvað frásagnarvert frá liðinni ævi íslenzku þjóð-
arinnar einmitt á þeim öldum, sem lítt hefur verið brugðið
ljósi yfir í skáldskap.
DÓRA Ragnheiöar Jónsdóttur hefur að verðugu hlotið
miklar vinsældir. En ekki hefur verið eftir henni tekið af
bókmenntamönnum svo sem vert væri. Fyrst er það, að fæstir
gera sér grein fyrir, hve geipimikilvægt er hið menningarlega
hlutverk þeirra, sem skrifa bækur handa börnum og unglingunx
— og ekki sízt ýmsir memxtamenn gaixga með þá firru, að lítt
sé hugsanlegt, að sögur, eða kvæði, sem séu við hæfi barna og