Jörð - 01.06.1948, Side 139
JÖRÐ
329
dags, fr'á ári til árs — að það sé amstrið, sem valdi flestum erf-
iðleikum, sem veiti helzt gleðistund, þegar vel tekst til? Já,
jafnvel þá er menn beita sér að viðfangsefnum, sem þeim virð-
ist — og jafnvel sjá rétt — að séu hin mikilvægustu, þá leysast
þau upp í amstur og úrlausnir þeirra fara eftir því, hvernig
með amstrið tekst.
I bókinni eru níu sögur, og í flestum þeirra dvelur Jakob
við samskipti karls og konu — hið síunga vandamál, sem getur
ráðið ótrúlega rniklu um örlög hinna mestu manna, enda oft
haft áhrif á þá atburði, sem veraldarsagan getur um sem straum-
breyta á hafi aldanna. Jakob er vitur maður, kann vel skil á,
hvernig þræðir spinnast, fléttast og vefast saman, þræðir atvika,
tilviljana og eðlisþátta. Og stíll hans er jafnvægur og hnitmið-
aður, svo að setning tengist við setningu án misfella. málsgrein
við málsgrein, — og heildarsvipurinn svo ævinlega í samræmi
við það, sent að er stefnt. Stíll Jakobs er sannarlega orðinn
geipihagkvæmt tæki í höndum hans, oftast svo í sögulok, að
hann hefur dregið hina mörgu og oft smágervu þræði þannig
saman utan um það, er liann vill sýna, að hvergi slakar á einum
frekar en öðrum. En það, sem gerir hvort tveggja í senn, halda
athygli lesandans vökulli við liina oft smágervu þræði og koma í
veg fyrir, að hann fleygi argur frá sér þeim oft og tíðum ærið
hornóttu molum, sem Jakob vill láta liann viðurkenna sem
gullsteina úr bjargi sannleikans, er kímnin, sem hann litar með
þræðina og hina annars lítið girnilegu mola. Kímni? — Er það
ekki frekar kaldrænasta háð, hundska — jafnvel? Nei, þrátt fyr-
ir allt er ávallt skilningsblik í augum Jakobs, og það er bros, en
ekki glott, sem leikur um varirnar. í þessari seinustu bók hans
eru rnargar mjög góðar sögur, svo sem I gildru, Ný máttar-
völd, Sigþrúður á Svalfelli og Véfréttin laug. En hvergi sjást
betur vinnubrögð Jakobs, hvergi gætir ef til vill ljósar, hve
bitur hann getur verið — og brosað þó — og hve vítt hann getur
gefið sýn í að því virðist frásögn um ómerkilegt fólk og litla at-
burði — en í sögunni Slröng hagsmunabarátta, þar sem við sjá-
um grundvallaratriðum alls siðferðis gersamlega snúið við í
nafni laga og réttar af slíkri hóflausri frekju, að loks veit sá, er
réttinn á, varla hvað hann skal halda um málstað sinn og um