Jörð - 01.06.1948, Side 140
330
JORÐ
sjálfan sig, — hefur hann rétt eða rangt fyrir sér — eða er hann
máski orðinn ruglaður?
HINN GAMLI ADAM er þriðja smásagnasafn Þóris Bergs-
sonar, og hefur það að flytja tólf sögur. í þessum sögum er
farið um allvítt svið, sögusviðin ýmist í sveit, í þorpi eða borg
— útnesjakot, sjúkrahús, stórbýli, skrifstofa í banka, lúksusíbúð
í Reykjavík o. s. frv. —, sögufólkið af ýmsum stéttum, þó yfir-
leitt annaðhvort sveitafólk eða verzlunar- og menntafólk í höf-
uðstaðnum, — og viðfangsefnin hin margvíslegustu. Þá neytir
og Þóris Bergssonar ýmis konar sögutækni.ogvirðasthonumláta
nokkurn veginn jafnvel þau frásagnarform, sem hann notar.
Stíll hans er yfirleitt fágaður, sjaldan eða aldrei svo sérkenni-
legur, að hann dragi frá efnisheildinni athygli lesandans. Sú af
sögunum í bókinni, sem að gerð ber af öllum öðrum og má
heita alleinstæð meðal íslenzkra smásagna fyrir sakir glæsilegrar
tækni og fágunar, er hin örstutta saga Flugar. Sú saga mundi
sóma sér hið bezta í úrvalssafni smásagna frá ýmsum löndum,
ekki fyrir sakir þess, hve séríslenzk eða beinlínis veigamikil hún
sé, þó að hún sé að öllu góð saga, heldur sem dæmi þess, hve
smásagnagerð hefur komizt hér á hátt stig sem listræn íþrótt. —
Annars þykja mér einna beztar sögur í þessari bók, þegar alls
er gætt, Drengur góður og Nýir siðir. En engin saga er þarna,
sem ekki sé verð athygli, því að yfirleitt er þeim þannig farið,
að tekið er til athugunar eitthvert það íyrirbrigði mannlegs
lífs — eða einhver sá þáttur í sálarlífi manna, sem vekur til per-
sónulegrar athugunar og íhygli.
LITBRIGÐI JARÐARINNAR eftir Ólaf Jóhann Sigurðs-
son er stutt skáldsaga og — ekki viðamikil, en haglega gerð.
Mál og stíll er fágað og frágangur allur frá höfundarins hendi
þannig, að verið gæti til fyrirmyndar flestum eldri höfundum.
Sagan segir fiá fyrstu ást unglings, lýsir því, hvernig hún ger-
breytir öllu umhverfinu í hans augum, gæðir allt litum og
ljóma og lyftir hug hans upp á meðal rósrauðra skýja — og svo
---svo fölnar allt, þá er víman er runnin af honum.