Jörð - 01.06.1948, Side 147
JORÐ
337
þeir liafa atómbombu, og gera ekki mun á forsætisráðherra og
stúlku". fAnnars mjög athyglisverð athugasemd!) Heimilisfólk
dr. Búa er: forskrúfuð frú, börn þeirra fjögur, öll vel gefin en
á örum forskrúfunar- og spillingar-végi vegna allsnægta og
skorts á náttúrulegu uppeldi; og eldabuska — forskrúfuð á veg-
um einhvers „jesútrúar“-safnaðar.
Týpurnar á heimili „organistans" eru auk hans sjálfs: Móðir
hans — með Iieilann formyrkvaðan af „jesútrú" en hjartað
heilt og „heiðið": geislar líkt og sól ástúð í allar áttir —; og
svo gestir, en þeir eru, auk þular, tveir forskrúfaðir trúmála-
skúmar (jafnframt glæpamenn), skækja — borgaralega hugs-
andi, með „jesútrú" —, tveir lögregluþjónar — annar nýkom-
inn úr sveit tilað gerast glæpamaður; verður barnsfaðir og
„maður" Uglu, en svo heitir söguþulur.
Aðrar Reykjavíkur-týpur sögunnar eru einkum kommún-
istar, og er þeim í sögunni hvarvetna lýst sem fyrirmyndum
hógværðar og hjartanlegs lítillætis í sínum einfalda og náttúr-
lega, nærri því að segja einfeldnislega, áhuga fyrir hverskyns
sönnum verðmætum, smáum og stórum, jafnt hagnýtum sem
hugsjónalegum.
MEÐAL þessa fólks þroskast Ugla fljótt (og vel, skulum við
ætla — sbr. t. d. málfar hennar!) Hún lærir í húsi alþingis-
manns „síns“, að líf höfðingjanna er holgi'afið, jafnt siðgæði og
gleði. Þeir „stela öllu“ (frá alþýðu manna), sé það aðeins nógu
stórt, en mest smjatta þeir á að selja landið. Því sumir þeirra
eru ekki einungis ágjarnir, lieldur og vitlausir í allt, sem er
níðingslegt, svosem að sverja við minningu móður sinnar, ef
þeir komast í þá glás að geta logið verulega svart. Samt lærist
Uglu, að vel má þykja vænt um sumt af þessu fólki, upplags
vegna. Húsbónda sínum, dr. Búa, verður hún hreinlega ást-
fangin af, þóað lítt sé flíkað. (Hann raunar ekki síður af hinni
hraustu, hreinlyndu og bólfimlegu (sbr. bls. 195) „norðan-
stúlku"). — í liúsi „organistans" lærir hún hina æðri speki
(sent dr. Búi hefur sýnilega töluverða nasasjón af líka). Hin
•eðri speki er m. a. fólgin í framangreindu boðorðalögmáli
(sem þó er í reyndinni allsekki fært í setningar, hvað þá höggvið
22