Jörð - 01.06.1948, Side 149
JORÐ
339
gróft að sjá fallega sveitastúlku úr Norðurlandi drukna. . . .
Höfundar nýjatestamentisins báru ekki skyn á fegurð. . . . Þó
mín regla sé núll staup, þá er það ekki siðferðisregla.“
H. K. I,. mun liafa liaft hliðsjón af „lifandi fyrirmyndum“,
er hann dró upp „organistann“. Dr. Búi Árland er aftur á móti,
líkt og Arnas Arnæus, — og þó auðvitað ennfremur — nokkurn-
veginn heimabökuð hugmynd H. K. L. um hina trágísku týpu:
þrautkúltíveraðan, ,,heiðinn“ heimsmann — hið fagra gn
óframtíðarvænlega toppskrúð menningar með holskeflu-eðli.
Það virðast nokkur áhöld um hvora ,,týpuna“ höf. dáir meir.
En séu sum ummæli „organistans“ hæpin eða jafnvel háskaleg,
þá eru sum ummæli doktorsins, þau sem hvað gáfulegust eiga
að vera, svo torbrotin til mergjar, að ég minnist ekki að hafa
lieyrt samskonar andríki til neinna nema einstaka drukkinna
drykkjumanna, sem allramest hafa litið upp til sjálfra sín
gáfna vegna. Að öðru leyti talar doktorinn mjög í hálfkveðnum
vísum, „heiðnu“ sjálfskopi og þessháttar dúr, því hann er ekki
heill sjálfum sér; — enginn hámenntaður, hráðgáfaður maður,
sem ekki er kommúnisti, „getur“ verið sjálfum sér heill! „Þó
efast enginn um, að Kommúnisminn sigrar, að minnsta kosti
þekki ég aungvan, sem efast um það.“ Þetta er játning aðalleið-
toga andkomnninista á íslandi. (Laglegxi lævísi fyrir fólkið,
Kommúnismanum til fyrirgreiðslu, er víða lætt inn söguna —
að sjáffsögðu.) En þenna mann, dr. Búa, langar til að verða
heill — taka saman við liina týhraustu „norðanstúlku" og
hyrja með henni — rneira eða minnaí — nýtt líf. Ugla er sem-
sagt ástfangin af manninum og sefur lijá honum einusinni eða
tvisvar. „Indælasti maðurinn á landinu" er vitnisburðurinn,
sem hún gefur Arland við „organistann". En að lokum rann
það upp fyrir henni, að raunar minnti maðurinn liana á þann
utan-bjarta en innan-svarta, sem endurfyrirlöngu rnælti: „Allt
þetta skal ég gefa þér, ef. . . . “ o. s. frv. Og hún þrýsti að sér
blóinvendi, sem „organistinn" hafði gefið henni við merkilegt
tækifæri andartaki áður, og lnigsar: „Hvers virði hefði mér
þótt að lifa, ef ekki hefðu verið þessi hlóm?“ Þar með endar
sagan — með hreinni tjáningu tregahyggj unnar, sem er hástig
hinnar „heiðnu“ lífsskoðunar — enn sem komið er framvindu
22»