Jörð - 01.06.1948, Page 151
JÖRÐ
341
legum efnum — m. ö. o. Kommúnismann. Má það vera, að hon-
um dyljist öllu lengur, er hann nú hefur uppgötvað fegurð og
sannleika hins fyrrnefnda, að andi þessara tveggja setninga er
með öllu ósamrýmanlegur og að hann verði að velja á milli
þeirra?
ÞAÐ er óhjákvæmilegt, að fleiri spurningar af svipuðu tagi
vakni með athugulum lesanda „Atómstöðvarinnar". Þar
eru hlið við hlið fleiri lífsskoðanir, sem eru ósamrímanlegar, —
en það er nú ekki ný bóla hjá H. K. L., og leyfi ég mér í því
efni að skírskota til greinar minnar um Ólafssögu Ljósvíkings
í I. árg. JARÐAR. Sú spurning leitar þá einnig fast á lesand-
ann: Hvað ætlar H. K. L. að una lengi slíkum rímgöllum á
verkum sínum, er bera með sér liina þroskuðustu tækni, en
eru af þessum sökum með efnislegum þverbrestum, sem lýta
tækniria og munu því betur koma í ljós, sem tímans tönn fær
meira svigrúm til að leiða í ljós muninn á heilu og veilu?
Skulu nú lauslega nefnd dæmi, þessu til bráðabirgðaskýr-
inga.
UPPISTAÐAN í skáldritum H. K. L. mun nú orðið, að
hans eigin áliti, hin hér margnefnda „heiðna“ lífsskoðun
og hinn „heiðni“ stíll, sem af henni sprettur. Hinsvegar er
þessi „heiðna“ lífsskoðun H. K. L. allsekki með því aðalsmarki,
sem hann mun þó sjálfur álíta líftaug hennar og t. d. Arnór
Sigurjónsson skrifaði svo snjallt um í „gömlu“ JÖRÐ, árið
1932, með greininni „Arfur norrænnar heiðni“, — en það eru
heilindi. H. K. L. hefur ekki enn haft andlegt bolmagn til að
draga af heilindum samfelldar ályktanir af undirstöðutrú
þeirri, er hann mun telja sig byggja kerfið á, en það er þrátt
'fyrir allt trúin á lifið og ástin á þvi. (Að nokkru skylt Renais-
sance-hreyfingunni ítölsku á 15. og 16. öld). Hatur H. K. L.
á Kristindóminum byggist á því, að hann sé „höfuðóvinur
mannlegrar náttúru.... og andstæðingur sköpunarverksins"
— m. ö. o. óvinur og andstæðingur lífsins. Þessi skoðun á
Kristindóminum liefur grópazt djúpt í H. K. L„ er hann píndi
sig forðum daga til að reyna að vera kaþólskur, og er allsekki
L