Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 155
JÖRÐ
345
„1. boðorðið" — þetta um Guð. — Nýja Testamentið segir:
„Guð er kærleikur“ og Guð er Faðir. Það er þetta, sem vantar
í „Atómstöðina“ til þess, að hún geti verið sjálfri sér heií. „At-
ómstöðin" viðurkennir og boðar kærleikann—í öðru orðinu.„í
öðru orðinu" er aldrei nóg og sízt í því sem mestu varðar.
Kjarni sannleikans er kærleikur. „Sannleikurinn mun gera
yður frjálsa" (barbarísk setning eða hvað?). Skiljanlega: Kær-
leikurinn er hið eina og fullkomna skilyrði frelsis.
Þetta geta auðvitað ekki orðið nema alltof stuttar, slitróttar
ádrepur. En þær ættu að nægja til að vekja til umhugsunar.
Og dularfullt mætti það þykja, með tilliti til slíks, sem hér
lrefur verið rakið, og þvílíks, að H. K. L. skuli þykjast þess um-
kominn að tala með yfirlæti, að ekki sé sagt fyrirlitningu, um
„jesútrú“.
SMÁTÍNINGUR úr „Atómstöðinni" til samanburðar og
frekari áherzlu því, sem hér hefur verið sagt um tvískinn-
ung:
Bls. 151 um móður „organistans": „Allt hennar líf táknast í
þeim einum orðum, sem hún kann elliær, þegar hún hefur
gleymt öllum orðum öðrum: gerið þið svo vel, og guð blessi
ykkur.“. Jóhannes postuli, orðinn tíræður, var vanur að láta
bera sig á safnaðarsamkomur, en þar sagði hann aldrei annað
en þetta: „Elskið hvert annað, börnin mín.“ Um móður
„organistans“ segir ennfremur: „Ég lield hún hafi verið fá-
tækasta kona á íslandi. Enguaðsíður hefur hún í hálfa öld haft
ókeypis veitingahús fyrir allt ísland, og alveg sérstaklega fyrir
glæpamenn og skækjur." Hyer var afstaða Jesú gagnvart
„skækjum og glæpamönnum"? Eða var ekki hjálpsemi og gest-
risni frumkristninnar viðurkennd og dáð jafnvel af andstæð-
ingum? Eða bindurd Fjallræðan kannski ástúðarskvlduna við
trúbræður eina? Hví þessi tvískinnungur?
Bls. 232: „. . . . sé því trúað að maður sé mold og skítur,
einsog {jeir kristnu trúa. . . .“ Það er aldrei, að H. K. L. er orð-
inn mikið fyrir sálina — og hana víst ódauðlega, að manni
heyrist! En þá gleðst hann væntanlega, þegar lionum er bent á