Jörð - 01.06.1948, Page 156
346
JÖRÐ
að Jesús sagði við deyjandi ræningja: „í dag skaltu vera með
mér í Paradís.“
ÍTT helzta atriði „heiðna stílsins er að segja ekki hvað
-1 rnaður hugsar. „Hugur einn veit hvað býr hjarta nær, segir
edda“ ('„Atómstöðin", bls. 190). Samt verður Jrað varla ve-
fengt, að Halldór Kiljan Laxness muni segja hug sinn,
cr hann lætur ])að álit uppi, að borgir heimsins (og
Jrarmeð sjálfsagt sá Sódómu-Gómorru-staður Reykjavík) muni
að líkindum hverfa fyrir atómsprengjunni fyrr en varir, og
gefur það í skyn, að þær nregi spillingu sinni um kenna — það
sent segir í „Atómstöðinni“ um dúfusakleysi Komma, er öllu
líkara liáði en lofi — ekki sízt í ljósi frásagnarinnar um hin
vesölu lirossakaup þeirra við FFF („Faktúru-fölsunar-félagið"),
sem er að finna á bls. 152 — og mun, eftir niðurstöðu bókar-
innar að dæma (sbr. t. d. bls. 264), allsekki reynast þess megn-
ugt „að vera borgunarmaður lyrir sáluhjálp þessa húss á sama
hátt og Jreir réttlátu í Sódómu og Gómorru" („Atómstöðin“,
bls. 127).
Nei — eftir „Atómstöðinni“ að dæma, er H. K. L. — þrátt
fyrir áður tilvitnuð hreystiyrði á bls. 156 og aðrar áhengdar
Kommúnistadulur — vonlaus um, að „Flokkurinn“ fái- bjargað
borgum heimsins, menningu þeirra og Kommúnisma frá ger-
eyðingu. Og þóað gereyðingin verði framkvæmd með atóm-
sprengjunni, Jrá undirbýr gervöll bókin semsagt þá hugmynd
með lesandanum, að það sé raunverulega spilling þeirra, er
geri þær óhæfar til að lifa lengur — þær eru úrkynjaðar og alla-
vega úreltar, sem „samfélagsform“ (sbr. bls. 262). Og öll bókin
með hinum.ýmist forskrúfuðu, gerspilltu, yfirkúltíveruðu eða
gervisaklausu „Reykvíkingum“ og ósviknu, að vísu ósívílíser-
uðu en „sannlieiðnu“ „Norðlendingum“ — þ. e. afdalafólki —
undirbýr niðurstöðuna: „Þegar kjarnorkusprengjan hefur jafn-
að borgirnar við jörðu i þessari heimsbyltingu, sem nú stendur,
af þvi þœr eru orðnar á eftir þróuninni, þá hefst menning
sveitanna, jörðin verður sem hún aldrei var fyr nema í draum-
um og ljóðum.“ (Bls. 264.)