Jörð - 01.06.1948, Side 164
354
JÖRÐ
ugri, Katrínu og Kristínu, og að gríslingarnir væru líka í bezta
gengi....
OG SKYNDILEGA opnaðist sagan fyrir mér í djúpum sín-
um — svoað sólglitur stafaði af laukturnum rússnesku
kirkjunnar í Breiðgötu! En ég ætla ekki að trana mér fram í þá
mynd: Látum hana skína af sjálfri sér sem hillingu af þessari
frjóu ey, sem aldrei liefúr öðlast neina tjáningu í bókmenntun-
um (því H. C. Andersen var sannarlega ekki neinn fulltrúi
Fjónskunnar!), en aftur á móti bæði inúsík og málara, full-
þroskuð aldin og fallegar stúlkur, heillandi voga og blómstr-
andi sýrenugerði meðfram sandhvítum vegum — og framleiddi
þetta sögukorn, sem ekki er neinn skýjadans, enda illa fallið til
listrænnar meðferðar — er bara lífið. Á Suður-Fjóni.
Ó, þú gifturíka, mannlega þrenning með barnasamsafninu
ósundurtalda, Sören, Katrín, Kristín og gríslingarnir! Sá, sem
hreinn er, kasti fyrsta steininum að ykkar friðsæla íjölskyldu-
lífi, þar sem öll vandamál leysast með því að.fá aldrei tækifæri
til að verða nein vandamál og þið náið því, sem almennt er ófá-
anlegt, án þess að að ykkur hvarflaði minnsti grunur um að
hafa unnið afrek í þríhyrndum heimi vondrar samvizku!
Ó, frjálsa fegurð — hví færðu hvergi þrifist nema — á Suður-
Fjóni?
B R O T
ÞaÖ seitlar sem silfurtrvr \cekur
i sdl minni — eitthvaÖ — eitthvatS.
— Óljást heyri ég hljóma ....
langt að — langt aO.
Ég heyri vatnsperlur hrynja
I hvitum marmaraskdlum . . . ■
öllsömutl avintýrin
úr Aladdlns löndum
Þúsund kristalsklukkur
klingja i fjarska---
Ijómandi, lillar klukkur
iir Ijósdlfa heimi.
(Úr gamalli stúdentaskræðu.)