Jörð - 01.06.1948, Page 165
Ragnar Ásgeirsson:
Séð og heyrt - um Pál Ólafsson
SÍÐUSTU sumrin hefur leið mín oft legið um Auslurland.
Ég hef heyrt og séð margt þar, svo að nægja mætti í efni
í stóra bók — ef þannig væri á efninu tekið. Ég hef talað þar
við fólk, sem yndi hefur verið að hitta, og talað margt við það.
Og mun ég frá fæstu því segja að sinni.
Það er einn maður, sem kemur mér oftast í hug, í flestum
sveitum á Austurlandi, þó hann sé löngu líorfinn af sjónar-
sviðinu, ]iví hann lézt árið 1905. Það er bóndi, sem lengst bjó
á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, Pdll Ólafsson skáld. Ég
þekkti að vísu Ijóð hans sæmilega áður en ég ferðaðist um á
Austurlandi — en það er eins og maður komist enn nær skáld-
inu og manninum, þegar rnaður kemur á staðina þar sem hann
lifði, starfaði og orti.
„Alla daga yrki ég — ógn er vísnagrúinn — óðar en ég and-
ann dreg oft er vísan búin,“ sagði hann um sjálfan sig — og
það er víst liverju orði sannara, því vafalaust hefur hann verið
einhver liagmæltasti maður, sem uppi ltefur verið á íslandi.
Hann leitaði að vísu ekki langt eða djúpt eftir yrkisefnum,
en dagleg atvik og atburðir, allt, sem á vegi hans varð, endur-
sagði hann í ljóðum — oftast í ferskeytlum, sem er einhver
einfaldasti og óbrotnasti bragarhátturinn — en jafnframt máski
sá erfiðasti, ef vel á að takast.
23*