Jörð - 01.06.1948, Page 166
356
JÖRÐ
--—-----------------------------V
Mynd sú, sem kunn er af Púli Ól-
ajssyni mun vera teiknuð ejtir Ijós-
mynd, sem ekki hefur verið gerð
prentmynd eftir fyrr en nú, að hún
birtisl hér.—Grein pessi er annars
útvarpserindi, sem Ragnar Asgeirs-
son flutti á bamdaviku útvarpsins i
vetur sem leið. Vonandi er, að
J Ö R Ð eigi eftir að flytja meira
af þeim fróðleik sem Ragnari lief-
ur áskotnast d Austurlandsferðum
sínum.
<.------------------------------é
í mínum augum hefur Páll Ólafsson verið eitt hið bezta
alþýðuskáld íslenzku þjóðarinnar — og ég hef allrei fallizt á
skoðun þeirra bókmenntagagnrýnenda, sem hafa haldið fram,
að svo hafi ekki verið — það eru jafnvel til menn, sem telja
Pál ekki mikið skáld — því hjá honum er allt svo ljóst og liggur
svo beint við, að þar skilst hver setning, hvert eitt orð, án
minnstu heilabrota. Mér hefur alltaf fundizt, að þeir menn,
sem ekki viðurkenna Pál Ólafsson sem eitt hið bezta ljóðskáld
okkar, ættu helzt ekki að tala um kveðskap.
BÓNDINN á Hallfreðarstöðum varð snemma þjóðkunnur
fyrir kvæði sín og lausar vísur. Lausavísurnar bárust um
allt, frá manni til manns, og sum kvæðin líka — en sum voru
prentuð í blöðum þeirra tíma. En ljóðabók kom engin út eftir
þennan mann, fyrr en hann var orðinn 73 ára — fáum árum
fyrir dauða hans.
Mér þykir viðeigandi að minna á, hvert álit helztu skáld
samtíðar Páls höfðu á honum. — Þegar Páll Ólafsson kom til
Alþingis — þar sat liann stuttan tíma — hafði hin fræga sjúk-
dómslýsing hans: ,,Nú er Guðmundur gamli veiku.r“ nýlega