Jörð - 01.06.1948, Page 173
363
JÖRÐ
OFT kastaðist í kekki á milli manna og Páls, í byggðunum,
og þá gat hann ekki á sér setið, en hristi úr sér vísurnar.
Þegar vinnumaður var viku lengur en hæfilegt var að sækja
kúta á Seyðisfjörð, kvað Páll:
í níu daga Djöfullinn
— þó dágóð væri tíðin —
tafði vinnumanninn minn,
mölvaði bæði skíðin.
Ég er orðinn hissa á hans
hátta- og ferðalagi
og óska honum til Andskotans
— og er mér það þó bagi.
Þegar vinnumaður lians hafði vistaskipti, sagði Páll:
Gvendur frá mér ginnti strák,
grobbinn lygakjaftur.
Síðan mun hann segja skák —
og svo mun ég skáka aftur.
Harðmontna og heintska Björn
hafði með í ráðum,
sveitarskömm og sultargörn,
svei þeim attan, báðum!
Einu sinni þótti honurn kaffið ekki koma nógu fljótt inn
til gestanna í stofu og fór út í eldhús og rak nokkuð óvægilega
á eftir stúlkunum. En ein þeirra svaraði honum einarðlega,
og þá sagði hann um leið og hann fór út:
Ekki tala málið mælt
má, við svanna ungan.
Þá er eins og stálið stælt
strax i henni tungan.
Út af prestskosningunni frægu í Hróarstungu — þegar Páll
vildi koma séra Halldóri mági sínum að — var mikið ort, en
en fátt fallegt. Þá hrá Páll sér liðlega í húning Jónasar Halh
grímssonar og sneri þjóðkúnnri vísu hans upp á andstæðing
sinn, Snorra í Dagverðargerði — og hún er svona:
Þú stóðst á tindi hrokans há
og horfðir yfir liðsmenn þína,
fyrirleizt bæði mig og mína
— og hugðir upp til himins ná.