Jörð - 01.06.1948, Page 174
364
JÖRÐ
En fjandinn bundinn böndum ljótum
beið undir þínum tungurótum.
Öllum þótti þú orðinn þá
andskoti Ijótur til að sjá.
Um sama var þetta kveðið, um sama leyti:
Hver rægði saman Hall og Björn?
Hver — nerna Snorri goði.
Þessi andskotans óskabörn
eru sveitarvoði.
ÍÐLA kvölds, í stórhríðarveðri, heyrði ung húsfreyja í
kJ Jökulsárhlíð, — sú hin sama, sem í æsku hafði fengið
að koma á bak Stjörnu — að gengið var inn göngin og barið
með broddstaf upp í baðstofugólfið. Er þar kominn Páll Ólafs-
son og segir, að nú væri gott að fá einhverja hressingu. Kvaðst
liún. búa svo vel, að eiga „Genever“-brennivín, og bauð hon-
um þaðr „en þá verður þú að gera vísu um mig“ — bætti hún
við. Og um leið og hún hellti í glasið, segir Páll:
Sælt er þetta Sjenever,
sem ég nú að vörum ber —
keimlíkt eins og koss frá þér,
kveikir líka yl hjá mér.
Þú ert góð og glöð og blíð,
ég gleymi þér aldrei mina tíð.
Þú ert bæði fróð og fríð,
fallegasta kona í Hlíð.
Svona skiptust yrkisefnin á, ýmist ljót eða falleg, eftir því
livernig atvik hins daglega lífs og framkoma mannanna komu
honum fyrir sjónir. Og oftast nær tókst honum snilldarlega.
Eitt sinn var Símon Dalaskáld á ferð um byggðirnar þarna
eystra og lagði auðvitað leið sína um á Hallfreðarstöðum.
Fékk liann góðar, viðtökur og miklar góðgerðir og hugði víst
gott til að kveðast á við Pál um kvöldið. Byrjaði Símon þannig:
Skáldið sækir skáldið heim,
skemmtan fram að bjóða.
Ylgott verður þá með þeim,
þegar saman ljóða.