Jörð - 01.06.1948, Síða 179
JÖRÐ
369
\
Hvað ég síðan hugsað þeini hefi, sem að kæfðu það, það sést ekki í þessum heim — þeim kemur í sama stað. Tótu litlu telja má — ég trega’ hana allan daginn — ég vildi hún hyrfi aftur á einhvern Valla-bæinn.
Margir, sem að voru við og voru miklu lengra að, hafa síðan lagt mér lið, líkast er ég muni það. Af hverri þúfu — í hverjum vegg héngu þessi Valla-blóm, þar sem nú er þussaskegg — þetta kalla ég skapadóm.
Það má segja sannleikann, þó svona brynnu kofar þríi', tel ég bættan baga þann — bara að því, sem að mér snýr. Hugurinn því hefur spáð — hvort sem þetta rætist nú — að hér spretti aldrei „ráð" eða blómgist nokkur „frú".
Af Völlunum er fréttafátt, sem flétta má í kvæði. Þejm fer aftur — smátt og sníátt, í smáu og stóru bæði. Engri get ég bögu breytt — blaðið fer nú svona af stað. Svo er Gríðar golan þreytt, ég get nú ekki lesið það.
Skil ég ei þann dauðadóm Drottins, hér á öllum: að flytja öll hin beztu blóm burt af þessum Völlum. Þó að bréfið þyki kalt, þú átt skilið betra af mér. Annað sjá og sanna skalt, saman þegar fundum ber.
Ég lield síra Siggeir nó segðizt „skíta hlessa", að ekki er „ráð“* og engin „frú' eða nokkur „sessa". Séra minn! ég særi )ng: Sjáist þú á Völlum, komdu þá að kasta á mig kveðju, fyrst af öllum.
TA AÐ er einkennilegt, að þetta ljóðabréf Páls skuli fyrst verða Jr kunnugt um 75 árum eftir að hann hefur skrifað það. Um fleiri óprentuð ljóðabréf hans veit ég — m. a. eitt til Björns Skúlasonar, tengdaföður hans. Það byrjar svona: Komdu sæll og síblessaður, vinur! eg mér lengi ætlað hef að yrkja til þín ljóðabréf.
Mala skal ég mínum heilakvörnum og grjónamjöli gleðinnar á grautinn sáldra skemmtunar.
* Víst „kancellíráð". „Sessa“ er e. t. v. stytt af „prinsessa".
Ritstj.
24