Jörð - 01.06.1948, Síða 185
JÖRÐ
375
dýrðlings síns. En það er skortur á listamenntun og menn-
ingu, því auðvitað eigum við að vera þakklát fyrir öll okkar
skáld og kunna jafnt að meta Guðmund Inga og Stein Steinarr,
— fyrir það, sem vel er gert hjá þeim. —
Það skáld, sem Guðmundur Ingi minnir mest á, er Jeppe
Aakjær, þó ekki sé raunar um neina líkingu að ræða. Aakjær
kvað um danskt sveitalíf manna bezt, og Danir kunna fyllilega
að meta hann; þeir læra ljóðin hans og syngja þau yið starf sitt
og leiki. Hversu oft hef ég ekki heyrt danska sveitaassku raula
ljóðið hans um hafrana:
Jeg er havren. Jeg liar bjælder paa,
mer end tyve tror jeg, paa hvert straa.
Bonden kalder dem for mine fold.
Gud velsigne ham, den bondeknold!
Og Ijóðið: „Ung Vise“:
Alle mine længsler de srnyger sig om dig,
diddeli, om digl duddeli om dig!
Bare én af dine nu gik den halve vej —
diddelu og diddeli — til mig!
Guðmundur Ingi er dálítið stirðari en Aakjær, — svona sem
því svarar, hvað við landar hans erum þyngri á bárunni en
Danir. En ljóð beggja eru kveðin af sömu þörf og runnin úr
lindum sérstakrar þjóðmenningar. Ég er viss um, að sum kvæði
G. I. verða á hvers manns vörum í sveitunum, þegar þau hafa
náð þeirri útbreiðslu, sem þau eiga skilið. — Hver er sá fjár-
bóndi, sem lesið getur kvæðið: „Þér hrútar", án þess að hug-
urinn liressist og bros komi á vör:
Þér lirútar, ég kveð yður kvæði.
Ég kannast við andlitin glöð,
er gangið þér allir á garðann
að gjöfinni, fimmtán í röð.
í heyinu tennurnar hljóma
við liornanna leikandi spil.
Það bylur í jötunnar bandi
og brakar við stein eða þil.
Hressandi eru þau einmitt, beztu Ijóðin hans; jákvæð og
hvetjandi. Hann trúir á landið og landbúnaðinn — og þess
gerist nú mjög þörfl