Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 188
378
JÖRÐ
„er bundin við þann svanasöng,
er sefann leiðir inn í veröld hljóma
unr frumskóganna mjóu, grænu göng
og götu meðal þyrna og anganblóma.
Um tregans lönd og saknaðsdaladrög
fer dulúð mín á leið til helgrar borgar
með pílagrímum....
í þessa átt hnígur þrá hans. Hann unir sér betur í örmum náttúrunnar
en húsum mannanna, og ef honum er meinað að fleygja sér í þá arma,
þá býr hann sér til helgistaði þá, er hugur kýs, því að þar „er allt svo
ungt og vaent“. Hann er einkum náttúruskáld og skáld hins innra. Hon-
um finnst hann ekki eiga samleið með fjöldanum, en fer sinna ferða, trúr
sínu eigin eðli, eins og villifugl, sem sækir upp til heiða og ekki getur
unað við háttu taminna fugla.
„Þótt fjaðrir skorti — fyrirgefðu mér —,
ég flýg á leið með svönum, get ei annað,“
segir hann í ofannefndu kvæði. Þess vegna kallar hann, ef til vill, kvæðin
sín villiflug.
Flest kvæðin hans verða til, þegar liann lýsir fegurð og tign náttúr-
unnar, jurta- og dýralífi, eða talar um „fjallablóm og heiðargrasahirð í
hugarlanda" sinna „yztu firrð". Svipmesta kvæðið í bókinni er um Dyr-
fjöll, „stafnbúa meðal íslandsfjalla". Það er að vísu ekki laust við áhrif
frá Einari Benediktssyni. En kvæðið er svo gott og áhrifin svo hverfandi,
að þau verða hvorugum þeirra til miska, Einari né Þóroddi. Eitt beztu
kvæðanna er um fiðrildi, sem eru „smælingjum jarðar öðrum æðri":
„Þau áttu þann vaxtarhug,
sem kastaði loðnum lirfuhömum
og lyfti sér á flug."
Og eitt kliðmjúkasta og fegursta kvæðið er sambland af náttúrulýsingu
og tilkomu óðardisarinnar og hefst með þessari ljómandi vísu um upp-
komu sólar:
„Úr brumi ljóssins yfir austurbrún,
við óttuglitsins rökkurbleiku tún,
vex dagsins undurfagra, rauða rós.
Og roða slær á stöfuð segl við hún.“ —
Enda þótt hér hafi aðeins verið drepið á það, sem einkum virðist ein-
kenna skáldskap Þórodds, má ekki ætla, að hann sé að öllurn þráðum
spunninn úr náttúrudýrkunn, dulúð og draumlyndri þrá. Mörg kvæð-
anna eru glögg vitni um það, að hann er sömuleiðis raunhæfur starfs-
maður, sem hikar hvergi við að leggja hönd á plóginn, þó að jarðvegur
kunni að vera seinunninn. Kunnugir vita, að Þóroddur liefur reynzt
mæta vel við eitt hið erfiðasta uppeldis- og menningarstarf, sem íslenzkt
þjóðfélag hefur að bjóða. í lokaerindi kvæðisins „Breytt viðhorf" segir
hann: