Jörð - 01.06.1948, Síða 200
c
-----\
Frú Guðný Guðmundsdótiir Hagalin fccdd-
ist S. Febr. 1S7S d stórbýlinu Mýrum i Dýra-
firði. Foreldrar hennar voru Guðmundur óð-
alsbóndi Hagalin og kona hans Rósamunda
Oddsdótlir frá Lokinhömrum yzt við Arnar-
fjörð norðdnverðan. 26. Október 1897 giftist
hún frccnda sinum Gisla Kristjánssyni i Lok-
inhumrum og bjuggu þau á þeirri jörð til
1912. Guðmundur sltáld er sonur þeirra. —
Arið 1923 fluttust þau til Reykjavikur og
liafa dvalið þar siðan. Gestrisni er frábœr á
heimili þeirra hjóna og er frú Guðný hinn
mesti höfðingi, sem hún á œtt til. Hún hefur
starfað mikið á vegum Temþlara og Alþýðu-
flokksins.
Guðný Guðmundsdóttir Kagalín:
Ógleymanleg kirkjuferð
E' G ER uppalinn á kirkjustað, og var kirkjan okkar liöfuð-
kirkja, svo að henni báru messur á móti báðmn hinum
kirkjunum, sem í prestakallinu voru.
Við börnin vorum alltaf látin hlusta á hverja messu, en þó
var það, að þegar ekki varð eftir í bænum neinn fullorðinn, sem
gæti lesið húslestur fyrir ömmu mína og önnur gamalmenni, er
ekki gátu komizt í kirkju, þá var ég látin verða eftir og lesa
lesturinn. Ég var ekki sérlega sólgin í kirkjugöngur í þá daga,
en mér þótti litlu betra að þurfa að lesa fyrir garnla fólkið, sér-
staklega ef ntér var sagt að lesa í lestrarbók Helga biskups
Thordarsens, en í henni voru lestrarnir mjög langir. Ætti ég
aftur á móti að lesa Péturs postillu, þótti mér kostur minn
betri, því að það tók skemmri tíma. Bæði voru lestrarnir styttri,
og líka kannaðist ég svo vel við þá, að ég gat rennt augunum af
bókinni án þess að amma mín eða aðrir áheyrendur tækju eftir
því. En þetta kom sér vel, því að ekki var hætt við, að það væri
liðið, að við veittum öðru athygli en guðs orði, meðan á hús-
lestri stóð.