Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 204
Rómverjabréfið
8KAPÍTULI Rómverjabréfsins er, og hefur verið, fræg-
® ur sem einn af mikilfengustu og snjöllustu kapítulum —
ekki að-erns bréfa Páls postula, heldur gervallrar Ritningar-
innar. 8. og 14. kapítuli Rómverjabréfsins, 13. kapítuli I. Kor-
inþubréfsins og fleiri kapítular í bréfum Páls, að ónefndum
sæg smákafla og einstakra setninga í þeim, er svo háleitt lesmál,
djúpt, djarft og stórfenglegt, að varla verður bent á neitt í Ritn'-
ingunni, utan guðspjallanna, er jafnist á við það. Utan Ritning-
arinnar er auðvitað vandasamt að gera samanburð, en vafa-
laust er óhætt að kveða svo að orði, að í gervöllum heimsbók-
menntunum, utan guðspjallanna, sé mjög fátt eða ekki neitt, er
jafnist á við valda kafla og einstakar setningar úr bréfum Páls
að stórfenglegri dýpt og yfirsýn tilveru og lífslögmála, — hugs-
un, sem orðin er algerlega frjáls og fordómalaus, — og snjöllu,
ógleymanlegu orðalagi.
Aldrei hefur mér þótt ég finna annan eins bókmenntafund
og þá, er ég las Páls-bréf í fyrsta sinn. Allt-af öðru hvoru var ég
að andvarpa af eintómri sælu yfir svo einstakri speki, snilld og
andagift. Páls-bréfin eru náma andlegra fjársjóða, sem aldrei
verður þurrð á, — því meir sem af er tekið, því rneir sýnist eftir.
Að vísu eru hinir ódauðlegu kaflar ekki nema — kaflar — inn-
an-um lesmál, sem ekki er fyllilega jafn-yerðmætt, a: sumt tor-
skilið — a. m. k. þeim, sem ekki er orðinn þjálfaður lesandi Páls,
— surnt tyrfin og stundum hártoganakennd röksemdaleiðsla, að
hætti gyðinglegrar fræðimennsku þeirrar tíðar, því Páll var
stórlærður á þá vísu, áður en hann snerist til trúar. En fyrir-
höfnin af því að brjótast í gegnum ,,torfið“ hans Páls, þætti nú
ekki erfiður gullgröftur, ef á veraldlega vísu væri.