Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 205
JORÐ
395
LENGST og, að öllu samanlögðu, merkast bréfa Páls er það,
sem liann hefur stílað til kristna safnaðarins í Rómaborg.
Meðal sextán kapítula þess má sérstaklega nefna 3., 8. (12., 13.)
og 14. kapítulann, og mun grein þessi einkum byggjast á nokkr-
um tilvitnunum úr þeim.
Fyrst er það þá þriðji kapitulmn, með versunum sem opnuðu
augun á Marteini Lúther og því má segja um, að séu horn-
steinninn að hinni stórkostlegu og ómetanlegu endurskíring og
endurlifnun kristinnar trúar og Kirkju, sem fram fór á 16. öld-
inni og Lúther er öðrum mönnum fremur höfundur að. Ég
ætla að tilfæra þessar setningar, þó að þær séu ekki sem að-
gengilegast orðaðar við fyrstu sýn fyrir lesendur, sem óvanir eru
Biblíulestri. Er það hvort tveggja, að varla má vænta þess, að
það sem dýpst ristir og víðtækasta merkingu hefur, í andlegum
efnum, sé allt-af unnt að tjá á einfaldasta og auðskildasta liátt,
svo að gleypa megi það í sig umhugsunarlaust, — og hitt, að
þessar setningar eru úr þeim flokki ummæla Páls, sem ég áðan
nefndi „tyrfin“. Loks er þess að gæta, að Biblían er fornrit.
Jæja, —■ þessi sögumikli smákafli hljóðar þá svo: „Enginn lif-
andi maður réttlætist fyrir honum (þ. e. Guði) af lögmálsverk-
um.... því að allir hafa'syndgað og skortir Guðs dýrð og þeir
réítlcetast án verðskuldunar af náð lians fyrir endurlausnina,
sem er i Kristi Jesú. En Guð framsetti hann í blóði hans sem
náðarstól fyrir trúna. . . . Vér álitum þvi, að maðurinn réttlcet-
ist af trú án lögmálsverka.“
Meðal þessara fáu setninga vantar ekki hinar ákjósanlegustu
lineykslunarhellur fyrir þá, sem bráðir eru á sér að dæma um
það, sem þeir hafa ekki kynnt sér, og ímynda sér, að það sé
þeirra meðfæri að knésetja mestu andans menn veraldarsög-
unnar, hvenær sem það dettur í þá að gefa sér tóm til þess frá
sínum mikilvægu önnum í eigin þarfir og þjóðfélagsins. Páll
postuli hefur svo sem verið kallaður úreltur afturhaldsseggur
og annað þvílíkt fyrir að nefna „blóð Krists“ við útlistun hinn-
ar æðstu speki um hið æðsta framlag í þágu mannkynsins. Og
hann hefur verið kallaður sveinstauli í siðfræði og bókstafstrú-
armaður fyrir það að segja, að „maðurinn réttlætist af trú án
lögmálsverka," — hann — Páll, sem skrifaði þessi ódauðlegu