Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 206
396
JÖRÐ
spakmæli: „Hæfileiki vor er frá Guði, honum, sem og hefur
gert oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála — ekki bókstafs,
heldur anda. Því bókstafurinn deyðir, en andÍ7i7i lifgar
En að því er það snertir, að það sé trúin en ekki verkin, sem
geri mann hólpinn, og hitt að það sé Jesús Kristur, og^þá um-
fram allt krossfestur, er innræti mönnum trúna,’þá er það fljót-
skýrt til bráðabirgða og skal þegar gert.
Jesús kom fyrstur með boðskapinn um, að Guð sé Faðir —
vor, og að vér eigum að læra að haga oss samkvæmt því: Neyta
þess, að vér eigU77i Guð að Föður; innræta sjálfum oss bæði rétt-
inn og skylduna, sem það hefur í för með sér að vera barn Guðs;
læra að líta á náungann sem bróður, en sjálfan sig — og aðra —
sem „erfingja — eilífs lífs — og allra hluta.“
Nú er — eins og Páll segir — ljóst, að „ef vér erum börn Guðs,
þá erum vér einnig erfingjar" — m. ö. o.: vér þurfum ekki að
vinna oss inn hjálprœðið með einhverri ákveðinni upphæð
„góðra verka“ eða „lögmálsverka", er sé svo sem inntökugjald í
ríki himnanna, — enda getum það ekki. Vér erum fcedd til hins
eilífa lífs, því að sjálfur Guð er Faðir vor. Vér þurfum að-eins
að trúa því, til þess að oss notist það, — líkt og maður, sem á
auð fjár, verður að 7iota sér féð til þess að honum notist það, —
hann gæti að öðrum kosti jafnvel dáið af skorti engu síður en
allslaus kínverji eða indverji í hungursneyð.
Það var Jesús Kristur, sem flutti trúna á þetla inn í maiui-
heÍ7ii. En — því er ekki að neita, að þó að hann flytti Fagnaðar-
erindið — eins og liann, mjög eðlilega, nefndi boðskap sinn —
með ágætum orðs og verks og viðmóts, sem ekki eiga sinn líka í
mannkynssögunni, þá er lífið svo misbrestasamt og saga þess
öll öðrum þræði svo undarleg og flókin, fyrir skammsýnum
sjónum vorum, að varla getur með öllu óeðlilegt talist, að marg-
ur einlægur alvörumaður hafi á stundum mátt hafa sig allan
við að trúa Fagnaðarboðskapnum — og ekki hrokkið allt-af til,
— að ekki sé talað um aðra. En þá er það reynsla allra alda, að
Kristur á krossinum er sá sannfærandi og trúvekjandi kraftur,
sem ekkert annað kernst í samjöfnuð við. Trú kveikir trú. En í
Getsemane og á Golgata var trú Jesú reynd til þrautar. Og því