Jörð - 01.06.1948, Síða 209
JORÐ
399
FRELSI kristins manns er þá líka það atriði hins nýja sátt-
mála, — en svo nefnir Páll gerbreytta lífsaðstöðu þess, er
tekið liefur trú, — sem hann ver allra-mestu rúmi og allra-mestri
orku til, einstakra atriða, að korna hinum kristnu söfnuðum í
skilning um. Galata-bréfið, jafnsnjallasta bréf Páls — þegar frá
er tekið smábréfið til Fílemons — fjallar eiginlega allt um frelsi
kristins manns. Sjálfur varð Páll fyrstur hinna fáu lærisveina
Krists, sem enn liafa gert sér nokkra verulega grein þessa aðal-
atriðis í Fagnaðarerindinu.
EN ÞAÐ var Rómyerjabréfið, sem ég ætlaði einkum að fjalla
um í grein þessari (og svo Páll postuli sjálfur og skilningur
hans og túlkun á Fagnaðarerindi Hins Nýja Sáttmála). Ég var
að tilgreina fáeina allra-merkustu kapítula úr því, og nefni því
næst 12. kapitulann, sem í fyrra helming sínum er framsetning
sjónarmiðs „skynsamlegrar guðsdýrkunar", — jafnt þrungin
trúarlegri speki og almennri, heilbrigðri skynsemi. Að öðru
leyti hleyp ég þó yfir þann frábæra kapítula og nefni hér að-eins
hin undursamlegu uinmæli í seinni hluta 13. kapitulans um
drottinvald kærleikans, sem eru nokkurs konar forsenda
MKAPÍTULANS, en hann sameinar spámannlega stór-
o sýn og óviðjafnanlega, frjálsmannlega reisn Sonar-vit-
undar 8. kapítulans við hámarksskynsemi 12. kapítulans, og
verður af einhver allra-þýðingarmesti þáttur, sem nokkurn
tíma hefur verið skrifaður um siðfræðileg og trúfræðileg efni,
almennt. Rétti og frelsi einstaklingsins til að hugsa og hegða sér
eins og samvizka lians, skynsemi hans og hjarta lians bjóða hon-
um, án íhlutunar eða dóma annarra, er þar haklið fram með
óviðjafnanlegri einbeitni og snilld, — sem bezt verður metin af
því tvennu, að Páll var fyrsti maður, er lagði þann skilning í
kenning Krists, og hinu, að enn er Páll svo langt á undan í
túlkun sinni, að varla mun nokkur heimspekingur fltvað ]rá
guðfræðingur!) hafa þorað að leggja sitt nafn við ýtrustu álykt-
anir Páls af sannindum trúarinnar. ,,Ég veit það,“ segir hann
„og er þess fullviss, — af því að ég lifi í samfélagi við Drottin —,
að ekkert er vanheiiagt í sjálfu sér, nema þá þeim, sem heldur