Hugur - 01.01.1988, Side 73

Hugur - 01.01.1988, Side 73
HUGUR VILHJÁLMUR ÁRNASON ingu sem hann kallar samræðusiðfræði (Diskursethik) og er meira í ætt við hefðbundna þroskasiðfræði. Habermas lætur sér ekki nægja að skýra þær lágmarksreglur sem nauðsynlegar em til þess að frjálsar samræður geti átt sér stað, heldur dregur hann einnig fram þau félagslegu skilyrði og þann persónu- þroska sem hugmyndin um slíkar samræður krefst. Hugmynd Mills um óþvingaðar og jafnar samræður verður þannig í höndum Habermas að hugsjón sem kallar á réttlátt þjóðfélag og mynduga einstaklinga. Engin leið er til þess að gera hugsun Habermas um þetta efni viðunandi skil að þessu sinni en mig langar til að nefna nokkur meginatriði sem máli skipta í þessu viðfangi. Habermas bendir á að allar samræður manna eiga sér stað andspænis hefð. í langflestum tilvikum gemm við blátt áfram ráð fyrir sameiginlegum viðmiðunum sem gefa staðhæfingum okkar um rétt og rangt gildi. Það er ekki nema gildisdómar okkar eða siðaboð séu dregin í efa að á þau reynir og þá jafn- framt á okkur sjálf. Þegar siðferðilegur ágreiningur kemur upp getum við valið um fáeinar leiðir til að vinna úr honum. Við getum til dæmis neitað að ræða málið á þeirri forsendu að allir gildisdómar séu álitamál hvers og eins og því sé rökræða um þá til einskis. Við gætum líka gripið til ofbeldis og haft okkar málstað fram með yfirgangi. Þriðji kosturinn væri sá að ræða málið og reyna að leysa ágreininginn með rökum. Það er hægt að gera með að minnsta kosti tvennum hætti. Annars vegar með því að vísa í viðtekin eða hefðbundin gildi og undir- byggja málstað sinn með þeim, líta sem sé á hefðina sem eins konar kennivald sem ekki verði komist út fyrir. Sé hefðin dreg- in í efa má hins vegar gera réttmæti hefðbundinna gildisdóma og siðaboða að viðfangsefni og gangast þar með undir rétt- nefndar siðferðilegar rökræður. Þá eru menn reiðubúnir að verja athafnir sínar með rökum sem vísa til mannlegra verð- mæta og réttinda og leita samþykkis á grundvelli þeirra. Ein- ungis síðastnefndi kosturinn leyfír skynsemi mannsins að njóta sín til fulls, því þar leitast menn við að lúta engu valdi öðm en hinum bestu rökum. Eflaust þekkja allir af eigin raun hvemig svona samræður virka en ég ætla þó að nefna eitt ímyndað dæmi. í sumum 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.