Hugur - 01.01.1988, Page 106
SKÝRINGAR VIÐ RÖKRÆÐULIST RAMUSAR
HUGUR
Annar kafli
Á sama hátt og málfræðin skiptist í tvo hluta, í eðli sínu að-
greinda, orðfræði, sem lýtur að orðum, það er táknum merk-
inga, stakt og aðgreint skoðuðum, og setningafræði sem [fjallar
um] það sama en í innbyrðis samhengi og tengslum, þannig er
um list skynseminnar. Ymist leitar hún uppi merkingar að því
leyti sem þær eru röksemdir, með hugviti sínu í Uppfinningu
[Inventio] eða hún tengir þær saman, hagar þeim til og skipar
þeim niður með öruggri Dómgreind [Judicium].1 Og eins og
talnafræðin skoðar fyrst eðli og eiginleika talnanna í þeirri list
sem Platón segir að heiti réttilega ariþmetike og setur síðan
saman þessar sömu tölur og skoðar hvort þær séu jafnar, ójafn-
ar, stærri, minni, eða ýmis hlutföll þeirra sem sá hinn sami
kallar logistike, þannig framsetur rökræðulistin scheseis [af-
stöður] hlutanna fyrst aðgreindar, hreinar og skoðaðar út af
fyrir sig, sem hún kallar röksemdir, með því að útskýra nátt-
úmna á algildan hátt samkvæmt reglum skilgreininga, flokkun-
ar og eiginleika, og með því að hamra á notkun með aðstoð
dæma sem tekin em frá viðurkenndum höfundum, og gáfuð og
áhugasöm ungmenni eiga að nota sem fyrirmyndir, þangað til
hugsunin í hverri og einni röksemd situr sem fastast og dýpst.
Síðan, þegar scheseis þ.e. afstöður hlutanna, hafa verið grafnar
út með hugviti og dregnar út úr kjama hlutanna, skýrðar með
listinni og viðteknar með ástundun, þá tengir rökræðulistin
þær saman samkvæmt forskrift réttrar og lögmætrar niður-
skipunar í Yrðingu [Enuntiatum], sannar þær síðan með Rök-
hendu [Syllogismus] ef nauðsyn krefur, og raðar þeim, hagar
og skipar saman í stærri heild með Aðferð [Methodus].
Ennfremur hefur mannleg skynsemi tvo hluta, hugvit og
dómgreind. Því að þeir eru réttilega sagðir hugvitssamir sem
með meðfæddu ljósi sálarinnar draga hluti fram úr myrkrinu,
finna það sem hulið er, draga fram það sem grafið er, þ.e.a.s.
þeir sem eru skarpir að finna hluti. En fyrri hluti þessarar guð-
dómlegu listar vekur þennan hæfileika, sem leynist í okkur
iðjulaus og næstum því gleymdur og grafinn, og kallar hann
1 Skiptingin í Inventio og Dispositio eða Judicium er eitt höfuðeinkenni
þeirrar rökfræði sem tíðkaðist á endurreisnartímanum [þýð.].
104