Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 9
Hlin
7
Ef ætti að telja upp þau samtök kvenna, sem miklu
hafa komið til leiðar og frátt ber, yrði það langt mál. —
Mörg af fjelögum þessum hafa byrjað smátt sem lítið
bæjar- eða sveitarfjelag, en orðið síðar einn hlekkur í
landssambandi eða jafnvel íheimssamtökum.
Vandamálin eru mörg. — Úr nokkrum er þegar greitt.
Og margt er í deiglunni.
Rjettinn til mentunar hafa konurnar hagnýtt sjer til
hins ýtrasta. Allir háskólar eru fullir af konum, alt. frá
endamörkum jarðax, og það sýnir sig, að þær eru þar
ekki eftirbátar.
Einn mesti vandinn er að samræma störf kvenna á
heimilinu og utan þess, svo að allar konur íái notið hæfi-
leika sinna og mentunar þjóðfjelaginu til heilla.
Jafnrjettið á ekki einungis að vera í orði, heldur einn-
ig á borði, segja konurnar. — Og 'þó við hagnýtum okkur
ekki öll rjettindin þegar í stað, þá er okkur það metnað-
armál, að þau sjeu tiltæk hvenær sem á þarf að halda.
Öll rniðar baráttan að því að 'bæta hag kvenna, upp-
ræta aldagamlan misskilning og minnimáttarkend og
hefja konuna til álits og virðingar.
Eitt aðalatriðið er altaf og 'allsstaðar að auka skilning
og kynningu meðal kvenna, hvað sem skoðunum líður,
þjóðerni, tungum, litarhætti, stjórnmálum og trúmálum.
Samtökin miða öll að því að vinna fyrir friðinn í heim-
inum.
Konurnlar segja: Við viljum ekki, að konurnar sjeu
enn einusinni sakaðar um styrjöld vegna þess, að ]rær
Jkigðu og voru afskiftalausar og ábyrgðarlausar.
Við vorum ekki spurðar ráða, þegar stofnað var til
styrjalda, ekki heldur haíðar með í ráðum, þegar friðar-
skilmálar voru undirritaðir.
Nú viljum við, ásarnt karimönnunum, byggja upp nýj-
an friðanheim. Við viljum af alliug vinna saman í sátt og
samlyndi að framgangi allrla góðra mála í heiminum.
Þá er takmarkinu náð. Halldóra Bjarnadóttir.