Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 80
78
Hlín
1 er skrifstofumaður (1).
1 er verslunarmaður (2).
1 maður vinnur við hreingerningar (1).
(1) matsveinn.
Alls 64 fyrverancli fangar (80).
Við höfum á sama tímabili haft afskifti af málum 313
afbrotamanna, og leyst úr þeim á margvíslegan hátt, t. d.
er það alltítt að á piltunum hvíla skuldir þegar þeir eru
látnir lausir, svo sem opinber gjöld, útsvör og skattar. —
Kemur sjer þá oft illa, þegar þeir byrja að vinna, ef þess-
ar gömlu syndir þeiiva, þ. e. skuldirnar, eru teknar af
fyrstu vinnupeningum þeirra, því ávalt eru þeir fátækir
og illa staddir eftlr fangelsisvistina. — Oft hefur það kom-
ið fyrir, að piltar hafa ætlað að gefast upp og ihætta að
vinna í slíkum tilfellum, og þá líka fylst gremju gagnvart
þjóðfjelaginu og fundist allir hafa horn í síðu sjer. — Þá
höfurn við tekið málin í okkar hendur og samið fyrir
þeirra hönd um eftirgjöf á þessum skuldum, eða um
frest á greiðslu þeirra. — Það hefur vissulega hjálpað
mörgum ungum manninum hversu stjórnarvöldin, bæði
Bæjaryfirvöld Reykjavíkur og Skattstjórn ríkisins, hafa
sýnt mikla lipurð og sanngirni í þessum málum.
Nokkrir af föngunum, sem hafa gerst fyrirmyndar-
menn, og fengið arðvænlega atv.innu, hafa orðið góðir
skattþegnar þjóðfjelagsins. — Skal þess getið, rjett til at-
hugunar, að einn þessara manna hefur á 4 árum, sem
hann Ihefur notið frelsisins, greitt í útsvar og skatta sam-
tals um 40 þús. krónur.
Á unglingsárum mínum, rjett eftir aldamótin síðustu,
var hinn gáfaði og glæsilegi landlæknir vor, Guðmnnd-
ur Björnsson, einn mesti áhugamaður um þjóðfjelags-
mál, skrifaði hann þá mikið um ýmsar umbætur á mörg-