Hlín - 01.01.1956, Page 102
100
Hlin
laun í peningum, en aðrir hafa hlotið viðurkenningar-
skjal, sem fyrirtækið hefur látið gera í því skyni. — Á
næsta vori fer fram samskonar kepni.
\rið erum ánægð með það. sem áunnist itefur á þessum
fjórum árum, sem við höfum starfað. — Fyrirtækið er í
vexti og mörg verkefni framundan.
Efling heimilisiðnaðarins ætti 'að vera sameiginlegt
áhugamál allra íslendinga, og því ættu sem flestir að
leggja málinu lið. — Það yrði til hagsbóta fyrir þjóðina
í heild.#) n
Reykjavík í mars 1956.
Sigrún Stefánsdóttir frá Eyjadalsá.
*) Ferðaskrifstofa rfkisins og Heimilisiðnaðarfjelagið sam-
einuðu sig um fyrirtækið 1951, og eiga þessir aðilar fyrirtækið
að jöfnu, og útsalan er í húsakynnum Ferðaskrifstofunnar. —
Fyrirtækið nýtur 18 þúsund króna styrks úr Ríkissjóði, og er
hann veittur í því skyni að örva framleiðsluna, greiða fyrir sölu
heimaunninna muna og til leiðbeiningastarfs, vegna framleiðsl-
unnar.
Svör við spurningum Iðnaðarmálastofnunar íslands:
Það er mesta vandamálið að gera bæði framleiðendur og
kaupendur ánægða með vöruverðið, en þó leysist þetta svo að
umsetning fyrirtækisins eykst stöðugt. — Fengi H. í. aukið
rekstursfje, myndu viðskiftin stóraukast. — Staðgreiðslu til-
högun yrði komið á, öll aðstaða bætt hvað húsnæði snertir, og
útsala sett á stofn. Þá yrði meira framleitt, meira keypt og
meira selt.
Þá má heldur ekki gleyma menningargildi heimilisiðnaðarins.
— Hann þroskar smekkinn, eykur iðjusemi og bætir efnahag
landsmanna, — Helga.