Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 61
Hlin
59
slík verkefni, svo að vel i’ari. Þau krefjast ai þeim iilut-
lauSari athugunar og meiri rökvísi en þeir geta látið í té.
En freistist kennari hins vegar til að velja slík verkefni,
verður hann að eyða miklum tíma í undirbúning, ef
hann á að vænta sér nokkurs árangurs.
í liugleiðingu er eitthvert Iiuglægt verkefni tekið til
íhugunar, svo sem: Hvernig getur nemandi bezt haldið
við menntun sinni eftir skólanám? Áhrif útvarps á dag-
legt líf og f liverju er sannur lietjuskapur fólginn? Mörg
þessi efni eru málshættir eða spakmæli, t. d. Brennt barn
forðast eldinn, Sjón er sögu ríkari, Dælt es heima livat,
svo að nokkur dæ;ui séu nefnd.
í þessum ritgerðaflokki eru oft verstu og he/.tu ritgerð-
irnar, og stafar það m. a. af því, að við samningu slíkra
ritgerða geta nemendur lítið stuðzt við þekkingu og.sjón-
minni, en verða að byggja meira á reynslu, dómgreind og
þroska. Þessi verkefni krefjast meiri aðgæzlu, nákvæmari
efnisskipunar og sjálfstæðari íhugunar en flest önnur, en
veita jafnframt greindustu nemendum ríkuleg tækifæri
til að sýna, livað í þeim býr.
Þó að oftlast megi skipa ritgerðum í einhvern Jaessara
fjögurra meginflokka, geta fléstir cða allir þessir rit-
gerðaflokkar verið svo samanslungnir, að erfitt er að
draga glögga markalínu á milli. Stundum má taka sama
verkefnið frá tveimur eða fleiri liðum, og fer það oft
eftir þroska nemandans, hvora leiðina liann velur.
Flokkun þessi er því einkum til gagns og glöggvunar
fyrir kennara við Val ritgerða við hæfi hinna ólíku ein-
stákfinga bæði í kennslutímum og á prófum.
Ég Irýst við, að öllum, sent við íslenzkukennslu hafa
fengizt, hafi borizt í hendur slitróttar, sundurlausar rit-
gerðir, þar sem tilgangurinn virðist aðeins hafa verið sá
að fylla nokkrar síður í riigerðabókinni kennaranum til
Jjægðar. Getur verið lærdómsríkt að lesa slíkar ritgerðir
með nemendum, láta Jrá finna gallana á efnismeðferðinni
og benda þeim á, í hveru ritgerðunum er ábótavant.