Hlín - 01.01.1956, Page 31
Hlin
29
Jeg minnist þín, þegar þú tókst mig í fyrsta sinn í
íaðminn, þegar jeg, aðeins þriggja ára, varð að yfirgefa
móður mína, og þú tókst að þjer að hxigga mig.
Jeg minnist þín, þegar þú klæddir mig í fermingarföt-
in mín í Áskirkju, og sagðir, að þó fötin væru ný og
falleg, þá væri liitt meira um vert að barnið, sem í þeim
væri, hefði hreinar hugsanir, þegar það staðfesti skírn
sína og yrði minnugt sinna loforða.
Jeg minnist þín, þegar Jtú í fyrsta sinn bjóst mig til
brottferðar af þínu heimili, Jregar jeg byrjaði mitt skóla-
nám, livað þú vandaðir allan frágang á fatnaði mínum,
og hve J)ú ljest ])jer ant um mína vellerð.
Jeg minnist þín, jDegar jeg fór alfarin af heimili þínu,
hvað Jiig langiaði Joá mikið til að gleðja mig eitchvað.
Jeg minnist þín 15 árum síðar, þegar jeg kom í heim-
sókn til ])ín, hvað J)ú tókst vel á móti mjer.
Jeg minnist allra kærleiksríku brjelanna frá Jjjer á
skólaárum mínum og síðar.
Jeg minnist þín, þegar jeg var að heimsækja þig öll
síðustu árin, sem Jdú lifðir, hvað þinn mikli kærleikur
yljaði mjer um hjarta, hvað Jrú varst Jjá, eins og svo oft
áður, að gleðja mig á margan hátt.
Fyrir alt þetta þakka jeg þjer af hug og hjarta.
Blessuð sje þín minning!
B. H.
Þetta kváð Guðmundur Einarsson, faðir dr. Valtýs:
Hygginn ratar hófið best,
heimskum fatast jafnan flest.
Ódygð glatar gæfu mest,
að geta ei batað sig er verst.