Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 57
Hlin
55
Með lestri góðra kvæða og sagna má einnig hafa áhrif
á málsmekk nemenda, bæði um byggingu og stíl. Ef við
lesum t. d. Gunnarshólma með nemendum, er rétt að
Itenda á listræn orðasambönd, eins og sólroðin fjöll,
borðfögur skeið og klógulir ernir, þar sem skáldið skýrir
með einu orði mynd þess, sem liann er að lýsa. Fer vel á
því um leið að benda á, hvernig skáldið notar líkingar í
'lýsingum, skynjar t. d. Tindafjöll „búin blásvörtum
leldi“, „gyrð grænu belti“, „með ihjálminn skyggnda",
„ihorfá yfir iheiðávötnin bláu“, og hvernig hann persónu-
gervir íslenzka náttúru, hugsar sér hana lifandi, gædda
mannlegu eðli og mannlegum tilfiriningum, svo að nokk-
ur dæmi séu nefnd úr sama kvæði.
El' við lesum óbundið mál með nemendum, verðum
við að draga fram stíleinkenni þess og hvað það er, sem
sagan eða bókmenntakaflinn hefur m. a. sér til ágætis.
Tökum t. d. söguna Heimþrá eftir Þorgils gjullanda. Þar
má benda íremendum á kosti þess að líkja eftir málfari
manna, en við það verður frásögnin oft svo .eðlileg, að
lesandinn verður þátttakandi í atburðarásinni, en ekki
áhorfandi. d il gamans má geta þess, að höfundur hlaut í
upphafi ámæli, en ekki hrós, lyrir þessa túlkun efnisins,
sem tvímælalaust á rétt á sér. Er ekki úr vegi að benda
nemendum á, að höfundur notar stuðla í frásögninni,
sem er fremur óvanalegt í óbundnu máli, og að einstaka
sinnum sleppir hann merkingarlitlum umsögnum, til að
hraði fáist í frásögnina, en síðar hafa mörg skáld leikið
þetta eftir Ihonum. Einnig má benda þeim á stígandina,
sem víða kemur fyrir í sögunni, svo sem: „Svo kreppti
veturinn fastar að með snjóþyngslum og ísalögum, fyrst
skorturinn, þá sulturinn og síðast skerandi hungrið." ög
loks mætti benda á, hversu skáldið bregður upp sýnistíl
með stuttum, hnitmiðuðum, sindrandi setningum, hve
málið er auðugt í sögunni og hvernig skáldið lætur okk-
ur skynja með upptalningu í lok sögunnar, hve lengi
beinin henrtar Stjörnu hafi hvílt í óbyggðum: „Hregg og