Hlín - 01.01.1956, Page 118
116
Hlín
anna íslensku ihúsmæðurnar sumar, þegar þær gefa hug-
anum lausan tauminn frá dagsönninni og grípa til penn-
ans.
Þá vil jeg að endingu þakka honum Þorfinni Kristjáns-
syni, prentara í Kaupmannahöfn, þegnskap hans og
drenglund, er liann 'hefur sýnt með hjálpfýsi sinni og
skilningi í garð gamla fólksins fátæka, er landfiast hefur í
Danmörku orðið ýmsra ástæðna vegna — hálpsemi, sem
að því hefur stefnt, að þetta aldraða, fátæka fólk fengi
aftur að stíga fótum á íslenkia mold og sjá þar ættingja og
æskustöðvar. — Góðsemdar og hjálpfýsi er víðast þörf í
manhheimum.
Líklega verða nú þetta síðustu liðsyrði frá mjer til
„Hlínar" — þessa ágæta menningar- og mannbótarits. —
Vil jeg því að lokum tjá ritstjóra „Hlínar“ bestu þakkir,
og einnig öllum þeim, sem með „Hlínar“áhrifum sínum
hafa veitt mjer gleði og gleggri skilning á ýmsum lífsins
torráðnu gátum.
Þorbjörn Bjömsson, Geitaskarði.*)
ÍSLENDINGAR VESTAN HAFS.
Landinn lijó og skclti skóg,
sknrð í flóa og vegi bjó.
Hús tilbjó og hjelt um plóg,
lieyið sló, að fjósum dró.
V. J. Guttormsson.
*) Jeg mintist á það við Þorbjöm frænda minn, að þetta
væri nú oflof um „Hlín“, en hann svarar: „Þú talar um oflof í
grein minni, en sú er mín skoðun, að það sem þakkarvert sje
eigi að lofa vel, og það tel jeg „Hlín“ eiga skilið. — Aftur er
hitt, að alla illúð og endemi, hvar og hvernig sem birtist, á að
bölva út í ystu myrfcur.“ — H.