Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 23
Hlin
21
heillaðist hún þar að og raulaði þá nreð undirraddir. Kom
þá í Ijós, að hún kunni fjölda undirradda, og í ófáum
lögum allar raddirnar. — Aðspurð, hverju slík kunnátta
sætti, kvaðst hún ekki hafa komizt hjá því að læra þessar
raddir á söngæfingum fyrr á árum, þegar verið var að
stagla þær í aðra.
í dagfari var Fanney hljóðlát, enda innhverf og íhugul
að eðlisfari. Ylirlæti og tildur og livað annað, senr ekki
er runnið af rótum heilinda, var ijarstætt lunderni henn-
ar. Mas um smámuni var henni óeiginlegt. Um fróðleg
efni ræddi hún af álniga, þegar svo bar undir. Væri hún
innt eftir skoðun sinni, sagði hún hana skýrt og skorin-
ort, teldi hún Jress Jrcirf. — Hún bar í brjósti ríka sannleiks-
ást og næma réttlætistilfinningu, og Jroldi það ekki óátal-
ið, að ódrengilega væri vegið að mönnum í orði. — Má
vera að ókunnugum hafi þótt hún vera þurr á manninn.
En þeim sem Jrekktu hana vel, var ljóst, að undir hinum
lícigula og fáláta hjúpi bjó óvenju heil og vörm við-
kvæmni.*
Þrátt fyrir talsverðan aldursmun og að sumu leyti
ólíkt skapferli, var sambúð Ytri-Tjarna-hjónanna inni-
leg og farsæl. — Kristján er nú kominn fast að níræðu.
*) Það eru bráðum 50 ár síðan jeg kom hingað í Eyjafjörð sem
skólastjóri Barnaskólans á Akureyri. — Voru þA smásaman að mynd-
ast kvenfjelög í bæ og bygð, sum jafnvel Jtegar stofnuð. — Þá gat ]>ar
oft að líta konu, höfði hærri en allur lýðurinn: Eanneyju á Ytri-
fjörnum. Hún Ijet ekki mikið á sjer bera, jeg man ekki eftir að
hún tæki nokkurntíma til máls á fundum, en hún var til staðar,
augun gáfulegu geisluðu og báru vott um áhuga og skilning á Jrví
sem fram fór.
Mjer Jjótti æfinlega vænt um þegar jeg sá Eanneyju á Tjörnum
1 hópnum. Við skólasetningu og skólaslit á Laugalandi Ijet hún sig
ckki vanta. Skólinn var, enn sem fyr, hennar óskabarn. Hún gladd-
Jst innilega, þegar hann var endurreistur með prýði á sínum gamla
stað.
Fanney á Tjörnum var ein af okkar kvenhetjum. Það fylgdi
henni hreint loft og hciðríkja hvar sem hún fór.
Halldóra.