Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 13
Hlin
11
íjelagsmál kvenna og Halldóra Bjarnadóttir. — Hún
Jivatti konur til að koma á fjelagsskap, þó í smáum stíl
væri. — Hún átti einnig lrumkvæði að stofnun Sambands
norðlensku kvenfelaganna. — Á sínum tírna var það þrek-
virki. — Og vissulega hefur hún staðið víðar að fjelaga-
samsteypum, þó það verði ekki hjer talið.
Til fróðleiks vil jeg geta þess hjer, hvenær hin ýmsu
fjelagasámbönd voru stofnuð: (Á þessu ári eru rúin 80
ár síðan fyrsta kvenfjelagið var stofnað í sveit hjer á
landi: í Svínadal í H.únavatnssýslu árið 1874.)
Samband norðlenskra kvenna var stofnað 1914. —
Bandalag kvenna í Reykjavík 1917. — Sanrband aust-
firskra kvenna 1927. — Sanrband sunnlenskra kvenna
1928.
Vorið 1929 hjelt Samband norðlenskra kvenna fund
sinn að Laugurn í Reykjladal. iÞar var þá starfandi Hjer-
aðsskóli og Húsmæðraskóli.
Jeg fjekk leyfi til að mæta á þessuin fundi og tala fyrir
stofnun sameiningar allra kvenfjelaga og kvenfjelagasam-
takia í landinu.
Jeg hafði þá trú, að undir afstöðu S. N. K. og undir-
tektum þess, væri það komið, hvort þetta fyrirhugaða
Landssamband kvenljelaganna yrði stofnað 1930.
Sigrún Blöndal, forstöðukona á Hallormsstað, hafði
lofað að mæta á fundinum. — Hún var málinú hlynt. —
Það var mikill styrkur fyrir mig að eiga von á aðstpð
hennar. — Hún var formaður Sambands austfirskra
kvenna.
Iíúsakostur var talinn góður á Laugum, þar sem nýi
skólinn var. En allar vistarverur fyltust af fólki. — Þegar
til fundarhaldanna kom, var. stóri salurinn fullsetinn af
konum. — Mjer virtist helst, að allar húsmæður sýslunn-
ar væru þarna mættar, auk fjölda annara, sem stóðu með
veggjum fram.
Jeg minnist þess enn, livað jeg dáðist að þessurn kon-
um, sem komnar voru langar leiðir og erfiðar í norðan-