Hlín - 01.01.1956, Qupperneq 117
Hlin
115
hlaupið ]>ess er les eða heyrir, að ekki skilji eftir viðfangs-
efni til íhugunar. — I5að er svo nrisjafnt Jx'itt góðir menn
velviljaðir og vitibornir skrifi eða tali til fólksins — eink-
um unga fólksins — bvað þeim tekst vel að láta finna frá
sjer hitann, siannfæringarkraft leiðbeinandans — öryggi
liins reynda, sannfærða manns. — Þessu ættu að megna
erindi slík sem erindi þessa æskulýðsleiðtoga.
Brjef verksnriðjustjórans, Sveinbjarnar Jónssonar til
ritstjóra ,,Hlínar“ hlýtur, þótt stutt sje og fáort, að eiga
erindi til fólksins — til livers einasta fulljrroska karls og
konu, þar sem bann veltir fyrir sjer Jressari athyglisverðu
spurningu: Verðurn við betri menn og bæfari við öll nú-
tíma þægindi, sem tækni og mannvit færa okkur í liend-
ur? — Verðum við trúaðri á siguröfl hins góða? Verðivm
við að Jrví skapi betri, sem við fáum auðveldlegar notið
yls, birtu og margvíslegra lífsliæginda og b.agsældar, frarti-
yfir það sem fyr var? Berum við jafnmikla virðingu fyrir
ágæti vinnusemi og hófsemdar, sem íslenskt fólk liðinna
tíma gerði? — Eigum við í okkur vinnugleði Jiess og sam-
viskusemi í störfum? Skilum við eftirkomendum okkar
dýrmætara arfi siðferðis og rjetts lífsskilnings en hinir
þægindalausu, baklúnu, handþreyttu forverar okkar skil-
uðu sínum arftökum? — Svari hver fyrir sig þessum liollu
spurningum verksmiðjustjórans. Þessa sístarfandi, síleit-
andi uppfindingamanns.
Þá eru mörg kvennaskrif falleg og læsileg — lýsandi af
fögrum 1 ífsskoðunum.
Sumir smáleturspistlarnir aftiast í heftinu, skráðir af
konum víðsvegar búsettum unr landsbygðina, eru athygl-
isverðir, eru þar ekki síst umhugsunarverð viðhorfin til
gamla fólksins, sem örþreytt og útslitið bíður.
!Þa er glæsilega skrifuð og glampandi skemtileg ferða-
ságan hennar Arnfríðar Karlsdóttur — ferðasaga frá
Húsavík til Blönduóss fyrir 30 árum.
Já, þær eru ekki öfughentar nje álappalegar til ritstarf-
8*