Hlín - 01.01.1956, Síða 26
24
Hlin
Ólöf Þorbjarnardóttir.
MINNING.
Ólöf Þorbjamardóttir andaðist að lieimili sínu, Birki-
mel 6A, Reykjavík, 3. júlí 1955. Hún var fædd í Gísl-
holti í Holtum 18. ágúst 1870.
Foreldrar hennar voru Þorbjörn Einarsson bóndi þar
og kona hans, Ingibjörg Þorkelsdóttir, bæði ættuð úr
Landeyjum, og af góðu bændafólki komin. — Af sjö
börnum þeirra hjóna komust aðeíns þrjú til fullorðins-
ára. Elstur þeirra var Guðmundur, síðar bóndi á Stóra-
Hofi á Rangárvöllum, þá Ólöf og yngst Þorbjörg, sem
nú lifir ein þeirra systkina.
Þegar Ólöf var sextán ára, fluttust foreldrar hennar
búferlum út að Blesastöðum á Skeiðum, og þar ólst hún
upp ihjá foreldrum sínum.
Árið 1896 giftist hún í föðurgarði Sigmundi Magnús-
syni frá Kálfhóli á Skeiðum, og fluttust þau þrem árum
síðar til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan, þar til hann
andaðist árið 1924. — Sigmundur var dugnaðarmaður og
lagði margt á gjörva hönd. Hann stundaði smíðar lijer í
bæ og síðar sjómensku. Hann var glaðlyndur maður og
kunni vel að gera að gamni sínu, vinsæll og besti dreng-
ur, sem Ijet sjer að góðu einu getið.
Þau Ólöf og Sigmundur eignuðust fjórar dætur. Þá
næstyngstu, Magneu Björgu, mistu þau á barnsaldri. —
Hinar eru Guðný, kona Magnúsar Oddssonar frá Eyrar-
bakka, Þorbjörg, kona Ereysteins Gunnarssonar, og Ing-
unn, ógift, sem bjó með móður sinni alla tíð, þar til leið-
ir þeirra skilja nú.
Ólöf Þorbjarnardóttir var höfðingskona í sjón og raun,
djarflynd og 'hreinlynd og hispursláus, fríð sýnum og
gervileg. Hún var ágætlega verki farin og kunni kvenna
best að hagnýta íslenska ull. Er handbragð hennar í þeim