Hlín - 01.01.1956, Page 124
122
Hlin
lólk eftir Rínarfljóti. — Um 100 þúsund gestir koma á
hverju sumri til þess að njóta fegurðar og veðurblíðu
Rínarlanda.
Austan Rínar — gagnvart Koblens, — rís snarbratt fjall,
sem heitir Ehrenbreitstein. — Efst á fjallstindinum gnæf-
ir mikil og forn kastalabygging, samnefnd fjallinu. —
Einn sólríkan októberdag gengum við eftir sneiðingum
upp á ljallið, alt upp að kastalanum. — Eyr á tímum var
Ehrenbreitstein nær óvinnanleg borg. — Nú á dögum
gagna rambygðir múrar næsta lítið gegn nýtísku hernað-
artækni. — I síðari heimsstyrjöld megnaði stórskotaliðið
á fjallinu .ekki að verja Koblens fyrir loftárásunum. En
mikil loftvarnarskýli höfðu verið gralin inn í fjallið með
mörgum göngum og afkimum. — Þar gátu 10 þúsund
manns hafst við, þegar loftárásir dundu á borginni
Koblens. — Um 85% af borginni voru lögð í rústir. —
Hinn 18. mars 1945 gerðu Ameríkumenn innrás í borg-
ina og .hertóku Ehrenbreitstein bardagalaust. Og í annað
sinn blakti nú bandaríski stjörnufáninn á Ehrenbreit-
stein. — Það varsami fáninn, sem þar var dreginn að hún
eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. — Hann hafði verið
sóttur til Ameríku í flugvjel. — Fjórum mánuðum seinlia
tóku Frakkar við hernámi Koblens og þar með kastálans
Ehrenbreitstein.
Tíu ár eru nú liðin, síðan þessir atburðir gerðust.
Nýtt líf ihelur blómgast á rústunum. — Allsstaðar er
tndurreisn! Undur hafa gerst!
Sú von lifir, :að ekki líði langir tímar, þangað til
Þýskaland sameinast aftur í eina heild, þar sem sátt og
samJyndi ríkir.
Það er mín h.eitasta ósk til ársins 1956.
Hertha Schenk Leósson.