Hlín - 01.01.1956, Page 83
Hlin
81
nærgætnir. — Það hefur, sem betur fer, tekist svo til, að
valist hafa mildir og skylduræknir heiðursmenn, bæði í
forstjóra- og gæslumannastöðurnar við fangelsin á ís-
landi. — Þessir heiðursmenn hal’a oft veitt okkur ómetan-
lega aðstoð í starfsemi okkar, skjólstæðingum okkar til
mikilla hao;sbóta.
Eitt er það, sem öllum föngunum er sameiginlegt, og
það er, hversu þeim er erfitt að þola innilokunina, og er
þetta eflaust svona um alla menn, sem lenda í fangelsum,
hvar sem þeir eru á hnettinum. Þó held jeg að íslending-
urinn eigi verst allra manna með að þola innilokun í
prísund, og á það sínar eðlilegu ástæður, sem sje þær,
hversu okkur er borin í brjóst mikil þrá til frelsis og
sjálfræðis, og svo hins, að vjer höfum aldrei verið þving-
aðir miskunarlaust undir heragann.
IÞað hlýtur vissulega að vera erfitt fyrir ungan mann,
sem ef til vill er alinn upp við að fara frjáls um víddir
landsins, kannske við smalamensku upp til fjalla, að
vera dæmdur til innilokunar í þröngum fangaklefa. —
Einusinni spurði jeg ungan pilt, sem kom úr fangelsinu:
„Hverju undir þú verst og hvað áttirðu bágast með að
þola í fangelsinu?" — Hann svaraði mjer án tafar og án
þess að hugsa sig um: „Þegar klefanum mínum var lokað
á kvöldin, greip mig svo óhugnanleg kend, sent jeg ekki
get lýst, og jeg vil engum manni óska. — Það greip huga
minn svo mikill ömurleiki, að mjer lá við örvilnun á
hverju kvöldi.“ — Þetta voru hans orð.
Fangelsin á íslandi eru aðallega tvö, Hegningarhúsið í
Reykjavík, sem er aðallega gæsluvistarfangélsi, og svo
Vinnuhælið á Litla-Hrauni. — Bæði eru þessi fangelsi
innilokunar-fangelsi, í fornum stíl, með sterkar járn-
grindur fyrir gluggum og volduga lása á hurðum. Þannig
hafa líka öll fangelsi í nágrannalöndunum verið til
skamms tíma. — Danir hafa nú gjört tilraun með opið
fangelsi, eða vinnuheimili fyrir unga afbrotamenn, og
hefur þetta gefist vel. — Svíar munu þó vera lengst
6