Hlín - 01.01.1956, Page 70
68
Hlín
í Noregi og Svíþjóð fer tómstundastarfsemin nær ein-
göngu fram í skólunum, milli klukkJan 16 og 20, en Danir
og Bretar ihafa allmikið af sjerstökum tómstundaheimil-
um. — Norskir og sænskir skólamenn telja, að best fari á,
af ýmsum ástæðum, að nota skólahúsin, enda hlutaðeig-
andi kennariar leiðbeinendur að meira eða minna leyti.
Kennarar unnu alllengi þessi störf sem einskonar þegn-
skyldu, eða fyrir afar litla þóknun. Nú er þeim hinsvegar
greitt töluvert, en þó nokkru lægra en venjulegt kenslu-
kaup. — iÞetta er því enn unnið að nokkru sem fórnar-
starf í þarfir góðs málefnis.
Tómstundastarfið er að sjálfsögðu engin skylda. Allir
eru sjálfráðir að því, hvort þeir láta skrá sig eða ekki. —
Sennilega mundu því ýmsir ætla að óreyndu, að það væri
lítið sótt, en reynslan sýnir allt annað. Yfirleitt sækir það
hvergi nrinna en helmingur nemenda, og við marga skóla
miklu meira. Foreldrarnir sannfærast fljótt um það, hve
heillavænleg þessi störf eru, ekki síst fyrir drengi, og
stuðla markvist að því, að börn þeirra taki þátt í þeim.
Rjett er að geta um það í jressu sambandi, að lieima-
nám barna og unglinga er víðast hvar á Norðurlöndum
minna en hjer yfirleitt, — og í Bretlandi alls ekkert.
Þegar við hugleiðum Jiessa starfsemi, sem jeg hef hjer
lítillega vikið að, getur engum dulist, að hún hefur afar
mikið uppeldislegt gildi, og þá að sjálfsögðu fyrst og
fremst fyrir þjettbýlið, þar sem ungmennin vantar oft
hentug verkfæri, og leiðast því stundum til þess, sem síð-
ur skyldi.
Hjer á íslandi ihefur henni harla lítið verið sint til
þessa, og er það vafalaust vegna þess hve hinar uppeldis-
legu aðstæður okkar hafa til skamms tíma verið ólíkar.
En eftir kynni mín af jressum störfum meðal nágranna-
Jajóðanna, og með hið stóraukna þjefctbýli okkar í huga,
þjettbýli, sem skapast hefur hjer á landi á síðustu árum,
tel jeg tómstundastarfið eitt af því, sem við þurfum að
skipuleggja og vinna markvist að í bæjum okkar og kaup-