Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 51
Iilín
49
l jút Sigurðardóttir, sem seipna gii'tist Skafta Jóhannssyni
frá Skarði í Dalsmynni. — Nú er búningurinn í eigu Arn-
heiðar Skaftadóttur á Akureyri, dóttur Bergljótar.
Jón Jóakimsson bjó allan sinn búskap á Þverá. — Hann
Ijest 1893. Þá tók við jörðinni Jón sonur hans, }>á giftur
Halldóru, fósturdóttur Jóns og Bergljótar. En árið
1898 (?) flutist Jón yngri til Reykjavíkur. — Þá tók við
jörðinni Snorri bróðir hans og Aðalbjörg JónasdótLÍr. og
bjó hann þar þangað til hann dó 1928. — Þá tók við jörð-
inni Jónas sonur hans og Halla Jónsdóttir kona lians,
sem nú búa í gamla bænum, eins og þú veist.
Jörðin hefur því verið í ábúð sömu ættar síðan 1845,
að afi minn byrjaði þar búskap. — Herdís segir að oft
hafi verið dásamlega fallegt að horfa út eftir dalnum,
þegar regnboginn glampaði í úðanum frá fossunum.
Heimilið var að öllu leyti mikið fyrirmyndarheimili
og á undan sinni samtíð um margt. tÞar vár mjög gest-
kvæmt. — Þar dvöldu oft tímum saman menn, sem stund-
uðu veiði í Laxá, bæði innlendir og útlendir.
Herdísi varð að orði: „Ef jeg ætti að lýsa Þverárheim-
ili og öllum heimilisháttum þar, þá yrði það sjálfsagt of
langt mál, og svo er jeg nú kannske ekki óvilhallur dóin-
ari um það. — Um Jón afa minn gæti jeg sagt margt,
hvað ihann var mikill smekk- og dugnaðarmaður og um
marga hluti á undan sinni samtíð. En jeg verð að láta
það nægja að segja aðeins, að það var landskunn hirðu-
semi hans og smekkvísi í allri umgengni, bæði utan ihúss
■ og innan.
Jeg vildi gjarnan hafa sagt margt um fóstru mína, því
lnin var að mörgu leyti sjerstök, bæði hvað mentun og
gáfur snerti, framúrskarandi lnismóðir, og okkur öllum,
bajði fósturbörnum og st júpbörnum,' elskukgasta
móðir,“
4