Hlín - 01.01.1956, Page 33
Hlin
31
í fimtíu ár í fimbulvetrarhríð
á feiknaslóðum, örugg hættuleið
þú áfram braust að sigra kvöl og stríð,
svala hryggum, hjúkra þeim sem beið.
Barna-ljósa blíð í hálfa öld
• barstu lífið inn í dagsins ljós.
Það starf var mikið, óg nú er kemur kvöld
kann þjer sveitin virðing, þökk og hrós.
Þeim fækkar hjer, sem feta sporin þín
um fannaslóð í jökulfjallareit,
nú flestir vilja frekar gæta sín
og flýja þessa kiildu mæðrasveit.
Þeir ungu, sem þú barst til blóma í ljós,
í bæjarhverfin leita á fjöldans náð,
en býlin drjúpa, björk og vállarrós,
þar barnsins saga mátti vera skráð.
Þú stóðst þig vel, þig stælti leiksins hrönn,
þjer sterkrar ættarblóð í æðum rann.
Þú skildir lífsins skefjalausu önn
og skáldsins óð, sem þjer í hjarta brann.
Þú sameinaðir vitsins vinnudag
vinagleði á sælli ræðisstund.
Þú ortir merkan sveitar-sólarbrag.
Vjer signum full þitt, kæra heiðurs-sprund!
Jónmundur Halldórsson.
Frá Strandakonum í Gmnnavíkurhreppi.
Á vordögum lífsins þú valdiö þjer starf,
í vöggugjöf hlaustu þann dýrmæta arf
öð hjúkra þeim þjáðu, að mýkja þau mein,
sem móðirin skilur til fullnustu ein.