Hlín - 01.01.1956, Side 155
Hlin
153
Hvað er Holtastaðatúnið margar dagsláttur, og hvað nær það
langt norður? Ertu búinn að þurka mýrina á milli túnanna? — Er
lögferja enn á Holtastöðum?
Jeg er altaf að verða meira og meira hissa á þeim miklu breyt-
ingum, sem orðnar eru á öllum hlutum, síðan jeg fór að heiman,
enda orðin langur tími, 60 ár.
Mjer þykir verst, ef ykkur skyldi detta í hug að færa Langadals-
fjallið eitthvað úr stað, að jeg ekki nefni Blöndu gömlu, síst má
hún missast!
Nú hætti jeg, það mundi seint verða tæmt, sem til er að minn-
ast frá þeim gömlu tímum, þó það sje dálítið freistandi. En af
því jeg er kominn undir nírætt, þá er hætt við að mig fari að
misminna sumt.
Það var reglulegur hátíðisdagur fyrir okkur, þegar þau, Hjálmar
sonur minn og Guðrún systurdóttir mín komu úr íslandsferðinni,
og sögðu mjer frá þeim góðu viðtökum, sem þau fengu á Holta-
stöðum. Jeg held þeim gleymist það seint.
Hjálmar er nú kallaður í herinn, hann ltefur verið hermaður sl.
10—12 ár. — Hann hefur haft skólakenslu, síðan hann kom úr
hernum 1945. — Guðrún er búin að vinna tvö ár í Washington
hjá íslenska ræðismanninum, Thor Thors, og líkar þar mjög vel.
Lifðu sæll og laus við synd,
lamist allur tregi.
Ansk......í engri mynd
að þjer komast megi.
Pálmi Lárusson, 244 Lipton Str. Winnipeg, Man.
Guðm. ]. Sigurðsson, Þingeyri, skrifar: „Jeg geri ráð fyrir að þú
kannist við þessar neðanskráðu ljóðlínur. — Jeg hef kunnað þær
síðan jeg var barn, en hef ekki rekið mig á þær prentaðar. —
Líkt því sem þær væru úr þulu. — Finst þær altaf samfagnandi
þeirra blessuðu tímamóta ársins.
Nú fara í hendur þau fallegu jól,
}rá birtir daginn sú blessaða sól.
Þá kom í lieiminn sá voldugi sveinn,
Maríu sonurinn mildur og hreinn.
Eleppin eru þau börn og harla mjög rík,
sem verða því blessaða barninu lík.