Hlín - 01.01.1956, Side 86
84
Hlin
Um gesti og móttöku þeirra má margt segja, einnig um
framkomu gestanna sjálfra. — Margt smátt, en margt
smátt gerir eitt stórt sem kunnugt er.
Um þetta efni skal nú rætt lítið eitt, og stuðst við er-
indi, flutt í skóla æskumanna.
Það eru niörg atriði í algóngum umgengnisvenjum við
matborðið t. d. Það kenna skólarnir helst, þó sýnist oft
áskorta: Menn snýta sjer og hósta, hvíslast á, stara á ný-
komna gesti, Itlæja af engu, svo gestirnir halda að verið
sje að hlægja að sjer. Menn seilast yfir borðið, halla sjer
aftur á bak í stólunum, leggja handleggina upp á borðið
o. s. frv.
En það eru hinar algengu viðtökur gestanna, sem um er
að ræða. Hvað er það sem sjerstaklega Jrarf að gera og hvað
ógert að láta?
Það sem fyrst af öllu þarf að liafa hugfast, næst vin-
gjarnlegu viðmóti húsráðenda, er að hafa hlýtt og nota-
legt þar sem gestinum er boðið inn. — Hvort sem maður
kemur úr bíl eða af göngu, af skipi eða af reið, er manni
altaf hrollkalt þegar sest er um kyrt, þó ekki sje þalt í
veðri. — Því er það svo mikils um vert, að þar sje vel hlýtt
sem gestinum er boðið inn. — Oft var Jrað ónotalegt hjer
áður, og er e. t. v. enn, að vera boðið inn í kalda stofu,
í stað Jress að bjóða inn í baðstofu eða vjelarhús. — Enn
er langt í land, að hlýindi af rafmagni sje á hverjum stað,
og miðstöð er ekki kynt á sumrum, þegar gestir eru helst
á ferð, Jress vegna þarf að lofa gestum að koma inn í eldhús
eða hafa önnur ráð. — Aðalatriðið er allstaðar hlýtt, þeg-
ar gestir koma. —■ Margir gestir kvarta um kulda í sveit-
inni. — Þó menn Jrykist vilja alt l'yrir gestinn gera Jrá
vantar einmitt þetta eina, sem mest er um vert. (Því þá
ekki að kynda miðstöðina rjett þá d'aga!) — Heimamenn
eru á þönum við verk sín, finna ekki til kulda, en þeir
sem sitja um kyrt þurfa hlýindi.
Allir athuga nú orðið að hafa hreint loft, og ekki er að
spyrja um, að alt er hreint og fágað hjá íslenskum hús-