Hlín - 01.01.1956, Page 58
56
Hlin
ihríðar, skin og skúrir íara yfir þau dag eftir dag og ár
eftir ár.“
IÞó að vel fari á því sums staðar í þessari sögu, að sögn-
um sé sleppt, verður að taka það frant við nemendur, hve
mikilvægu hlutverki þær gegna yfirleitt í málinu okkar
og hve n'auðsynegt er að vanda til þeirra. Veltur oft á
þeim, hvort setning er vel eða ilia sögð. Þegar kvæði F.in-
ars Benediktssonar eru lesin. fer ekki hjá því, að gildi
umsagnanna verði nemendum ljóst. Hjá Einari fæðast
umsagnirnar í sigurkufli og eru olt máttarstoðir máls-
greinanna. Nægir að nefna eitt dæmi:
Brúnirnar þyngjast. Þeir harðna á hvarm.
Það hrökkva af augunum neista él.
Riðullinn þyrpist með arm við arm.
Það urgar í jöxlum við bitul og mél.
Þeir stytta sporin. Þeir stappa hófum
og strjúka tauma úr lófum og glófum.
Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél
logar af fjöri undir söðulsins þófum.
Meðal nfargra stíifyrirbrígða, sem ótalin eru og nem-
endur eiga auðvelt með að skilja, eru lrljóðgervingar.
Talið er, að sum orð séu mynduð með það fyrir augum
að líkja eftir hljóði, t. d. sagnirnar: ískra, detta, blása,
livísla, skrjáfa o. s. frv.
Ef við lesum með þeim tvö ólík sýnishorn, l. d. annað
úr þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á kvæðinu um Runka
og Brúnka eftir Fröding, ihitt úr kvæðinu Dísarthöll eftir
Einar Benediktsson, finna þeir, að höfundarnir velja sum
orðin mjúk og langdregin, önnur snögg og hörð,. eftir
því sem þeim finnst við eiga ihverju sinni, orð, sem lalla
vel að efninu. í lýsingunni á ferðalagi Runka, sem er
gamall og örvasa, finna þeir, hvernig hann paufast áfram,
þegar þýðandinn kemst þannig að orði:
Og Runki, hann danglaði
dáðlaust með taumnum,
og Brúnki, hann ranglaði