Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 138
136
Hlín
ákveðið var að kaupa björgunarbát, sem geymdur væri í
skýli fast við bryggjuna, og auðvelt að grípa til bans, ef
vjelin í dráttarbátnum bilaði. — Haustið 1952 kom svo
báturinn til Kópaskers, nýr og vandaður, með vj el og ára-
útbúnaði og loftþjettum hólfum.
Eins og að framan segir er þetta öryggisráðstöfun til
bjargar lífi afgreiðslumanna, ef út af ber með aðaldrátt-
arbátinn í ofviðri. — Þegar nú báturinn er kominn,
mætti segja, að ekki væri um sjerstaklega athyglisverða
ráðstöfun að ræða, aðeins sjálfeagða varúðarráðstöfun,
þar sem ekki var til nema einn vjelbátur á staðnum.
En á hvern hátt aflað var fjár til að greiða bátinn er
önnur saga, og skal sögð hjer, því hún lýsir að nokkru
fjelagsþroska og áhuga þeirra, sem þessu máli hafa þokað
í'höfn:
Kvenljelögin á fjelagssvæðinu voru þar þátttakendur,
þrátt fyrir þröngan efnahag, sem leiðir af strjálbýli og
fámenni norður hjer. — Kaupfjelagið hafði á 80 ára af-
mæli Guðmundar Ingimund'arsonar, sem var einn á lífi
af Brekkubræðrum, veitt honum kr. 5000.00 sem viður-
kenningu fyrir áratuga störf í stjórn fjelagsins, auk ann-
arar ómetanlegrar aðstoðar um langa æfi, þar á meðal
gestrisni við viðskiftamenn fjel'agsins. (Án gestrisni og
hjálpsemi stóíbýlanna, Brekku og Snartarstaða, sem
liggja í nágrenni Kópaskers, hefði verslun þar ekki verið
framkvæmanleg, alt þar til að bílar fóru að ganga þang-
að.) — Guðmundur taldi sig ekki fjárþurfa og fól stjórn
fjelagsins að verja þessum sjóði tíl þess að bæta aðstöðu
við skipa'afgreiðslu á Kópaskeri. — Taldi stjórnin einsætt
að verja þessu fje til kaupa á nefndum bát, enda var Guð-
mundur því samþykkur.*)
Núpadeild hafði frá fyrstu tíð verið efnalega stæðust
#) Guðmundur Ingimundarson er enn á lífi, f. 4 okt. 1868.
Hefur fulla fótaferð og er vel hress í anda. Dvelst hjó dóttur
sinni og tengdasyni í Presthólum í Núpasveit.