Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 153
Hlín
151
þegar hann andaðist, alt bundið saman í knippi, 10 í hverju, og
voru þær seldar þannig á uppboði eftir hann.
l'rjettir frá íslendingum vestan hafs: Finnbogi Guðmundsson,
prófessor, skrifar haustið 1955:
Hjeðan alt bærilegt að frjetta. Jcg fór í sumar akandi í eigin
bíl um jiað bil 11.000 mílur um íslendingabygðir alt suður til
Utha og Los Angeles, norður til Vancouwer og Viktoríu, en þaffan
svo austur um Alberta og Sask. Og um Manitoba og Norður-
Hakota. — Var Kjartan O. Bjarnason með í förinni, og unnum
við að myndatöku, bæði ljósmynda og kvikmynda (16 mm. lit-
mynd), sem úr verður samin heildarmynd af íslendingum vestan
liafs og bygðum jieirra.
Vonandi áttu eftir að sjá kvikmyndina, ef jcg kemst til að sýna
hana heima að sumri, og geturðu jiá riljað upp þína góðu ferð
um bygðirnar hjerna um árið.
Islensk kona i Nýja-Islandi, Maniloba, skrifar haustið 1955:
Jeg vinn eftir mætti að okkar íslensku fjelagsmálum. — Var ritari
Lestrafrfjelagsins og seinna Þjóðræknisdeildarinnar „Esjan“, hér í
Nýja-íslandi í 30 ár. Nú eru jtessi fjelög sameinuð. — Sem stendur
er jeg fjehirðir „Esjunnar". — Vinn stöðugt við bókasafnið. — í
sumar var ný skrá prentuð, bundið og lagað band eftir þörfum. —
Þegar búið var að vinsa úr gamlar og úreltar bækur höfðum við
1100 eftir. Síðan bættist við bókasafn Víðir-bygðar, um 80 bækur.
— Nokkrir landar þaðan fá bækur til lestrar úr okkar safni. —
Bækurnar eru geymdar í sjerstöku herbergi í nýrri sveitaráðsbygg-
ingu, sem komið var upp íyrir ári síðan. — Bækur lánaðar út einn
dag í viku, erunt við fjórar konur, sém skipta með okkur verkum
að afhenda og taka á móti bókum. — Enn er hjer mikið lesið. —
Allir vinna við jrennan fjelagsskap og bókasafnið endurgjaldslaust.
— Nú sem stendur hef jeg hjer lieima hjá mjer Farandbókasafn,
85 bækur, sem prófessor F'innbogi Guðniundsson útvegaði að heim-
an, og sem á að fara víðsvegar um íslensku bygðirnar. Eru þær
lesnar hjer af miklu kappi. — Nú er jeg að ljúka við að lesa,
„Ódáðahraun" eftir Ólaf Jónsson. — Ekki get jeg sagt, að jeg sje
öfundsjúk, samt get jeg ekki að því gert, að jeg öfunda Fjalla-
Bensa, Ólaf og aðra, sem liafa orðið Jiess aðnjótandi að sjá öll
Jtessi undur, en sem jeg fæ aldrei augurn litið.
Hefur ekki Hjeraðssaga Suður-Þingeyjarsýslu verið gefin út? —
Við höfum í bókasafni okkar margar hjeraðssögur. — Við höfum
Skútustaða-ætt og „Sjeð að heiman“, þær lief jeg lesið með húð og
hári, einnig 3. bindi „Göngur og rjettir". —