Hlín - 01.01.1956, Page 81
Hlín
79
um sviðum, þ. á. m. um slysavamir og áfengismál. — Á
þeim árum voru fiskiskipin okkar Ijeleg og sjóslysin tíð,
og eins drukku menn sjer til óbóta og dóu af ofdrykkju.
Mjer er minnisstætt atriði úr einu erindi, sem Guð-
mundur Björnsson hjelt á þeim árum, þarsem hann virti
til peningaverðs líf hvers ungs íslendings, sem færi for-
görðum fyrir ofdrykkju eða slysfarir. — Hann kornst að
þeirri niðurstöðu, að líf hvers tvítugs manns væri þá 15
þús. króna verðmæti fyrir þjóðfjelagið.
Athugum nú, að þetta var á tímum fátæktar og um-
komuleysis, þegar alt var virt lágt til peningaverðs, og
örfá tæknileg áhöld þektust mönnum til hjálpar.
Til dæmis um verðmætið var kýrin metin á 80 kr. á
verðlagsskrá í þá daga, en nú er verð liennar orðið 50—60
sinnum hærra. — Kýrverðið hefur ávalt verið talið örugg-
ur verðmælir á íslandi.
En hvers virði er nú líf tvítugs íslendings í dag, — og
hverju tapar þjóðin í hvert skifti og slíkur maður „fer í
hundana" eða deyr af slysförum? — Glöggur hagfræðing-
nr segir mjer, að þegar tekið sje tillit til tækniframleiðslu
nútímans og hins háa verðlags á vinnu og afurðum lands-
manna, megi óhikað meta líf hvers tvítugs manns á 1
milljón króna fyrir þjóðfjelagsheildina, og sje þá miðað
við, að hann vinni að eirihverjum framleiðslustörfum í
40 ár, ,eða árin frá tvítugu til sextugs.
Sjeu framanritaðar tölur rjettar, sem jeg efast ekkert
um, lagðar til grundvallar, mætti með sanni segja, að
það væri óhyggilegt að spara nokkurt f je til hjálparstarf-
semi fyrir aumlega stadda þjóðfjelagsþegna, ef nokkur
von er um, að hægt sje að bjarga þeim.
Vil jeg í þessu sambandi þakka Alþingi, sem hefur sýnt
okkur þann skilning, að veita styrk til starfsemi okkar 2
undanfarin ár.#)
#) SíðastliSna tvo mánuði (1955) hafa 13 piltar i Reykjavik
(smáafbrotamenn) verið úrskurðaðir undir eftirlit Fangahjálpar-