Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 56
54
Hlín
En Jónas er óánægður. Hann skrifar fyrir ofan í lágan
dal, og loks lagfærir hann enn og segir í sumardal, og
verður þá ekki betur gert. Einnig getur það orðið nem-
endum holl hugvekja að sjá í sömu ljósprentuðu útgáf-
unni ihinar mörgu breytingar, sem Bjarni Thörarensen
hefur gert á Sigrúnarljóðum, frægasta ástarkvæði á ís-
lenzka tungu, og um leið skyggnast þeir inn í skálda-
smiðjuna, þar sem málmurinn er í deiglunni.
Ein af aðferðunum til að vekja áhuga nemenda á stíl-
fræði er að bera suman tvo bókmenntakafla um sama
efni. Samanburður á tveimur ritverkum skírskotar til
máltilfinningar þeirra og leiðir oft í ijós ýmislegt, sem
þeim var áður hulið. Mætti t. d. taka samanburð á frá-
sögninni um Ólaf helga og bræður hans í Helgisögunni
og sama kafla í 'Heimskringlu. Fer þá ekki hjá því, að
nemendur finni muninn á tilþrifalítilli, hversdagslegri
frásögn og hinum þróttmikla og áhrifaríka stíi Snorra.
Með þeim samanburði finna þeir, hversu stuttar, laggóð-
ar aðalsetningar mega sín meira en aukasetningar, sem
oft teygja frásögnina á langinn og „ræna“, ef svo mætti að
orði komast, áhrifum aðalsetninganna. Með þeim saman-
burði linn'a þau einnig muninn á beinni ræðu og óbeinni
og gildi þrenningarinnar, þar sem bræðurnir eru aðeins
tveir, iHálfdán og Haraldur í Helgisögunni, en þrír,
Guttormur, Hálldan og Haraldur, í frásögn Snorra, en
við það skapast stígandi í frásögninni og um leið eftir-
vænting lesandans.
Við getum líka hugsað okkur samlanburð á því, hversu
nemendur hefðu sjállir orðað setningarnar og hversu
Snorri orðar þær. Nemendur mundu t. d. segja: „Þú
munt verða síðar hefnisamur," en Snorri segir: „Hefni-
samr muntu síðar, fi'ændi,“ eða „Þessi drengur mun síð-
ar verða konungur" og „Hér muntu konung upp fæða,
móðir.“ Eer þá ekki hjá því, að nemendur skynji áhrif
þess að raða fremst eða framarlega í setningu þeim orð-
um, sem mest áherzla hvílir á.