Hlín - 01.01.1956, Page 156
154
Hlin
TIL BARNS.
Þó sjert þú mjer fjær,
jeg samt er þjer nær, —
litli vinur minn ljúfi.
Hugurinn, frjáls við fjötra og bönd,
flýgur til þín á vonarlönd
í bæn svo heitri og bljúgri.
Hjá saklausri barnsgleði er himinn vor hreinn,
og helgar stjörnur vonanna fans,
sólin sem lýsir er ástin ein,
með englum þar stígum við dans.
í vakandi draumi svo vef jeg þig örmum,
Jeg veit að þú brosir og þerrar mjer tárin af hvörmum.
Jeg man þig best eitt kyrlátt kvöld
þó kærra minninga geymi jeg fjöld,
er sat jeg við sængina þína.
„Geturðu sofnað góði minn?“
Þá greipstu um liendi mína.
Brosandi sagðirðu blítt og rótt,
birta fanst mjer svo undur fljótt,
og herbergið okkar hlýna:
„Mig langar að segja þjer ennþá eitt,
og um það fleiri ei vita neitt:
Fyrst Guð tók mömmu mína,
Jrá get jeg ei annað en elskað þig,
sem alt vilt gera fyrir mig,
og átt þig alla tíma."
Hve sakleysið þá í sál jrjer skein,
jrað sýndu best þín augun hrein,
og eg því aldrei gleymi.
En þessa litlu liffnu stund
að lífsins hinsta hvíldarblund
sem gimstein í hjarta jeg geymi.
Signý Friðriksdót t ir.